fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Kynningardeild DV
Miðvikudaginn 13. desember 2023 13:12

Arnór Tristan Helgason,spilar með meistaraflokki Grindavíkur í Subway-deildinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hlífðarpúðarnir eru aðallega hugsaðir til að verja íþróttamenn fyrir höggum en þetta fer eftir íþróttum. Fólk fær frekar högg á sig í handbolta heldur en til dæmis í körfubolta og þegar fólk dettur á gólfið og á í hættu að lenda á mjaðmakúlu eða á olnbogann. Það getur skapað langvarandi vanda og frí frá æfingum ef höggið er slæmt. Þessar vörur eiga að minnka slíkan skaða,“ segir Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í körfubolta, sem fyrr á þessu ári stofnaði fyrirtækið Sporthlífar.

„Við erum með hlífðarbuxur, hnéhlífar og olnbogahlífar fyrir handboltamenn og körfuboltaspilara og fyrir fótboltamenn erum við með legghlífar sem aðlagast sköflungnum. Í rauninni erum við með vörur fyrir fólk í svokölluðum snertiíþróttum þar sem mikið er um pústra og höfum við fengum mjög góða endurgjöf frá fólki sem hefur notað þessar vörur.“

Körfuboltafjölskyldan á góðri stund

Fyrirtækið sem framleiðir vörurnar, GamePatch, er lettneskt og segir Helgi að tæknin sem notuð sé við framleiðsluna sé einstök. „Hlífðarpúðarnir aðlagast að líkamanum þegar viðkomandi hitnar og finnur hann ekki fyrir þeim.“ Allar vörurnar eru í samræmi við ströngustu gæðastaðla með endingargóðum saumum og úr þægilegu efni og er GamePatch með einkaleyfi á fyrrnefndri tækni.

Hlífðarpúðarnir aðlagast að líkamanum

Sporthlífar er með netverslun og segir Helgi að markmiðið sé að selja vörurnar einnig í vel völdum verslunum í framtíðinni. „Þetta er svo nýtt að við erum að reyna að koma þessu inn á markaðinn.“

Upphafið að fyrirtækinu má rekja til þess að sonur Helga, Aron Tristan, datt og meiddi sig í körfuboltaleik og var frá í einhvern tíma. Helgi leitaði á netinu að hlífum til að hann gæti notað og fann hann heimasíðu GamePatch og ákvað hann, ásamt eiginkonu og vinum, að gerast dreifingaraðili fyrir vörurnar á Íslandi. „Þegar sonur minn sagði að þetta væri geggjað fengum við landsliðsmenn í körfubolta og handbolta til að prófa þessar vörur og sjá hvernig þeir myndu fíla þær og þeir gáfu okkur mög gott „feedback“ á þetta,“ segir Helgi.

Hér er hægt að kynna sér vörur fyrirtækisins nánar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
15.07.2023

Spennandi tilboð á beinu flugi með Úrval Útsýn til Tenerife, Alicante og Verona

Spennandi tilboð á beinu flugi með Úrval Útsýn til Tenerife, Alicante og Verona
Kynning
30.06.2023

Veitingafélagið boðar til góðgerðadaga – Helmingur af allri sölu rennur til langveikra barna, forvarna gegn sjálfsvígum og til aðstandanda alkóhólista

Veitingafélagið boðar til góðgerðadaga – Helmingur af allri sölu rennur til langveikra barna, forvarna gegn sjálfsvígum og til aðstandanda alkóhólista
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum
Kynning
28.03.2023

Vistvænni salernisferðir í bígerð

Vistvænni salernisferðir í bígerð