fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Kynning

Góðar stundir í saunu og potti

Kynning
Kynningardeild DV
Þriðjudaginn 28. mars 2023 12:49

Friðrikka Auðunsdóttir hjá Trefjum segir marga velja hina heilögu þrenningu í garðinn eða við sumarpústaðinn: Heitan pott, kaldan pott og saunu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nær 40 ár hafa Trefjar hannað og framleitt heita potta fyrir íslenskar aðstæður. Nú hafa bæst við fleiri vörur, eins og kaldur pottur og saunaklefar, svo njóta megi enn fleiri gæðastunda í garðinum.

Friðrikka Auðunsdóttir hjá Trefjum segir marga velja hina heilögu þrenningu, eins og hún kallar það. „Það jafnast ekkert á við að fara í heitan pott, saunu og kalda pottinn heima í garðinum eða í bústaðnum. Góð áhrif víxlbaða á ónæmiskerfið eru margsönnuð,“ segir hún.

Vatn og vellíðan

Heita vatnið hefur löngum verið tengt við vellíðan. Það er verkjastillandi, vöðvaslakandi, eykur blóðflæðið og súrefnið í blóðinu og lækkar blóðþrýsting. Heita vatnið í pottinum hefur þar af leiðandi góð áhrif á hjartað, svefninn og minnkar stress og streitu.

Friðrikka minnist líka á útiveruna: „Það er hægt að fara í pottinn í hvaða veðri sem er og anda að sér súrefni sem hefur svo góð áhrif á líðan okkar. Þá er samveran svo yndisleg. Fólk hittist í pottinum og spjallar saman um heima og geima án sjónvarps, síma eða tölvu. Það losnar oft um málbeinið í heita vatninu og getur því pottaferðin jafnast á við tíma hjá sálfræðingi.“

Tilbúnir saunaklefar

Í fyrra hófu Trefjar innflutning á saunum til að hafa úti og eru meðal annars umboðsaðilar fyrir Auroom Wellness sem framleiða hágæðasaunur úr hitameðhöndluðum viði. „Fólk er afar ánægt með að fá gufuklefann samsettan og tilbúinn til notkunar. Hægt er að velja um ýmsar tegundir saunuklefa, bæði tunnur og útsýnishús. Það eru ýmsar útfærslur í boði og hægt að sérpanta eftir máli, segir Friðrikka.

„Pottarnir eru líka sérútbúnir fyrir hvern og einn,“ bætir Friðrikka við. „Hægt er að velja liti og áferð eins og granít eða marmara og velja úr margvíslegri lögun og stærð, með eða án vatnsnudds og lýsingu.“

Endingargóðir pottar

„Það gleður okkur alltaf jafn mikið þegar fólk segir okkur frá áratuga gömlum pottum frá Trefjum sem varla nokkuð sér á. Pottarnir þola íslenskar aðstæður mjög vel, enda hafa sundlaugar og orlofshús um allt land notað potta frá Trefjum í gegnum tíðina en akrýlið auðveldar einnig öll þrif, segir Friðrikka.

Ytra lagið er sem sagt úr akrýl og það innra úr trefjaplasti, sem gerir þá einstaklega sterka og því þarf ekki að smíða sérstaka grind utan um pottinn sem sparar bæði tíma og pening. Utan um pottana frá Trefjum er hitaeinangrun og því verður lítið varmatap, sem minnkar heitavatnsnotkunina.

„Margir segjast þekkja pottana okkar á því hversu látlaus hönnun þeirra er enda leggjum við mikið upp úr því að þeir séu þannig að rigningarvatn safnist ekki í sætum og á öðrum stöðum, sem getur frosið í yfir veturinn heldur tæmi þeir sig alveg. Það er líka auðveldara að þrífa potta sem eru ekki mikið formaðir,“ segir Friðrikka.

Pottur fyrir ferðaþjónustuna

Með fjölgun ferðamanna eru æ fleiri Íslendingar í hlutverki gestgjafa. Með hækkandi sól fara margir að huga að framkvæmdum og undirbúningi fyrir gestakomur sumarsins. Friðrikka segir heitan pott og saunu laða að sér fólk á ferð um landið. „Ferðaþjónustan hefur kallað eftir rúmgóðum potti fyrir gesti sína. Til að bregðast við því höfum við nú hafið framleiðslu á Sindraskel, potti sem rúmar allt að fimmtán manns og verðið kemur skemmtilega á óvart. Svona stór pottur hentar líka vel fyrir sundstaði, líkamsræktarstöðvar, orlofshús nú eða bara stórar fjölskyldur og saumaklúbbinn,“ segir hún.

Vinsælasti potturinn og saunan

Hver skyldi vera vinsælasti potturinn? „Í gegnum tíðina hefur Blómaskel verið mjög vinsæll þar sem hann er ferkantaður að utan og rúmar vel meðalstóra fjölskyldu. Sá sem sækir mest á núna er Perluskel sem er ívið stærri hringlaga pottur. Stærri pottar verða sífellt vinsælli ásamt Kölduskel.

Saunan sem vakið hefur mesta athygli er sú sem við köllum Útsýnisgufu. Hún er búin stórum útsýnisgluggum og kemur samsett og tilbúin með öllu tilheyrandi. Tunnan okkar er líka vinsæl. Hana er t.d. hægt að fá svartmálaða að utanverðu með heilu gleri. Lögunin á henni gerir það verkum að hitinn er jafn og góður og það tekur stutta stund að hita hana upp,“ segir Friðrikka og býður að lokum fólk velkomið í sýningarsalinn í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar má nálgast á trefjar.is. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum