fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Kynning

Bjóða upp á ferðir til ítölsku vetrarparadísarinnar sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við

Kynningardeild DV
Þriðjudaginn 24. október 2023 13:41

Madonna di Campiglio

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar hafa fyrir löngu tekið ástfóstri við skíðabæinn Madonna di Campiglio og skyldi engan undra. Um er að ræða ómótstæðilega fallegt fjallaþorp í dalnum Val Rendena í vesturhluta Trentino héraðsins rétt við rætur vestur-Dólómítafjalla. Þrátt fyrir að í bænum búi aðeins um 1.000 manns þá státar hann státar af glæsilegum hótelum og verslunum, frábærum veitingastöðum og skíðasvæði í heimsklassa

Úrval-Útsýn býður nú upp á fimm ferðir með þaulreyndum íslenskum fararstjórum, Dinni og Helga, til Madonna í vetur, sú fyrsta laugardaginn 20.janúar og er um vikuferð að ræða. Síðan verða ferðir í boði 27. janúar, 3. febrúar. 10. febrúar og loks 17.febrúar. Flogið er í beinu flugi til Verona og þaðan er rúta til Madonna en úrval hótela er í boði fyrir viðskiptavini ferðaskrifstofunnar. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera í göngufæri við kláfana sem flytja skíðafólk upp í fjöllin.

Vinsældir skíðabæjarins byggist ekki síst á því að í boði eru sex mismunandi skíðasvæði sem henta iðkendum á öllum getustigum en hæstu brekkurnar eru í allt að 2.600 metra hæð. Alls eru í boði um 150 af brekkum, lyfturnar eru 50 talsins og eru þær opnar frá 8:30 til 16:30 alla daga. Þá geta byrjendur á öllum aldri skráð sig í kennslu í skíðaskólum.

Alls eru sex frábær skíðasvæði í boði fyrir öll getustig

Því fer þó fjarri að Madonna sé aðeins staður fyrir skíðafólk. Þar er fjölbreytt úrval af annarri afþreyingu í boði, til að mynda sleðar, skautar og yndislegar gönguleiðir þar sem sérstakir snjóskór eða snjóþrúgur hjálpa fólki til við að upplifa einstaka náttúrufegurð. Þá er mikið um dásamleg spa-hótel þar sem hægt er að njóta og hvílast.

Þegar degi tekur að halla leiðist engum í Madonna enda fjörugt mannlíf í bænum þar sem heimsþekkt matar- og vínmenning Ítalíu er í hávegum höfð.

Á vef Úrval Útsýn er hægt að fá nánari upplýsingar um verð og þær ferðir sem eru í boði til Madonna di Campiglio í vetur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“