fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Kristján 35 ára hætti að taka lyfin: „Kiddi er byrjaður að plana jarðarförina sína“ – Safnað fyrir fjölskylduna

Ekki merki um uppgjöf, erum að berjast fyrir lífinu – Vilja láta drauma sína rætast

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 6. október 2016 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Björn Tryggvason er ungur maður, aðeins 35 ára og hefur ákveðið að hætta meðferð við krabbameini. Hann er fjölskyldumaður, er giftur Kristínu Þórsdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þriggja ára, áttar ára og þrettán ára. Kristján greindist fyrst árið 2006 þegar hann var 25 ára. DV greindi frá því á síðasta ári að hann væri að heyja baráttuna við krabbamein á nýjan leik. Hann hefur nú ákveðið að hætta lyfjameðferð og njóta þess tíma sem eftir er með fjölskyldunni í stað þess að ganga í gegnum erfiðar geisla – og lyfjameðferðir.

Kristján og Kristín kynntust í Djúpu lauginni, raunveruleikaþætti á Skjá einum, fyrir 13 árum síðan. Þá voru þau 21 ár og 18 ára.

Kristín tjáði sig á einlægan hátt í fréttum stöðvar 2 í gær. Þar sagði hún að særandi væri að heyra fólk segja að þau væru hætt að berjast fyrir lífi hans. Valið sem þau stóðu frammi fyrir var ekki auðvelt. Kristinn tók ákvörðun nú nýlega með læknum og sínum nánustu að hann myndi ekki fara í fleiri meðferðir. Ákvörðun sem var erfitt að taka en ekki allir skilja. Ferlið hefur einnig reynst fjölskyldunni erfitt, bæði andlega og fjárhagslega en þeir sem vilja styðja við bakið á fjölskyldunni er bent á styrktareikning neðst í fréttinni.

Kristín segir að mikilvægt sé að eiga góðar minnar saman þá mánuði sem Kristinn á eftir ólifaða.

„Hann er búinn að fara þrisvar sinnum í uppskurði og þrjátíu skipti í geisla. Það er kominn rosalega mikill heilaskaði og þegar er verið að krukka í móðurstöðinni, þá sjálfsögðu breytist fólk. Hann er mjög breyttur maður og ekki sami gamli Kiddi. Það er það erfiðasta, að horfa á manninn sinn hverfa meira og meira.“

Kristín bætir við að hún, börnin og aðrir fjölskyldumeðlimir sjái breytingarnar. Kunningjar og aðrir sem ekki til þekkja gera sér ekki grein fyrir breytingunni sem orðið hefur á honum.

„Hann gerir sér kannski ekki fulla grein fyrir því heldur að hann er mjög breyttur. Það hefur tekið mikið á mig og börnin og þetta er rosalega sérstakar aðstæður.“

Kiddi tók þá ákvörðun í sumar að fara ekki í fleiri meðferðir.

Á þessu ári uppgötvaðist nýtt æxli. Í viðtali við DV á síðasta ári sagði Kristján að hann gæfist aldrei upp.

„Þetta var ekki skemmtilegt en maður tekur því eins og maður tók því síðast: „Þetta er ekkert mál“. Margir í kringum mig skilja ekki hvað ég get tekið þessu vel. Það er búið að rannsaka að það eru 30 prósent meiri líkur á að þú komist yfir svona ef þú ert hress, í staðinn fyrir að leggjast í eitthvert þunglyndi og gera ekki neitt.“

Í aðgerð Aðeins tókst að fjarlægja um helming af æxli Kristjáns, sem var nokkuð stórt.
Í aðgerð Aðeins tókst að fjarlægja um helming af æxli Kristjáns, sem var nokkuð stórt.

Þó Kristján hafi nú ákveðið að hætta á lyfjum og takast æðrulaus á við það sem koma skal, segjast þau hjónin ekki vera að gefast upp. Þau séu frekar að berjast fyrir lífinu. Kristín segir ávinninginn af því að fara í meðferðir á þessu stigi sé lítill sem enginn.

„Vill maður eyða lífinu sínu í að vera rosalega veikur þegar þú veist að það eru kannski mánuðir eftir eða viltu nýta það sem þú hefur núna og njóta þess að vera til þar að því kemur.“

Hjónunum finnst mikilvægt að eiga góðar minningar þá mánuði sem þau eiga eftir saman.

Merki um styrk að hafna meðferð

Kristín segir nánustu fjölskyldumeðlimi skilja ákvörðunina. Sumir sem sjá Kidda hressan og kátan eiga erfiðara með að skilja að hann sé hættur á lyfjum og spyrja af hverju þau séu hætt að berjast.

„Okkur finnst þetta einmitt vera ekki merki um að við séum hætt að berjast heldur að við séum að berjast fyrir lífinu. Að lifa og að vera til í staðinn fyrir að vera veikur, því öll deyjum við einhver tímann. Það er bara mismunandi á hvaða tíma fólk fer.“

Kristín bætir við að ákvörðunin hafi verið erfið og því særi þegar fólk hneykslist á þeim. „Við vitum innst inni að þetta sé rétt.“

Hjónin hafa rætt við börnin.

„Við höfum rætt við börnin og sagt þeim að pabbi mun deyja. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær en það gerist kannski á næsta ári að öllum líkindum. Við ætlum frekar að njóta þess að vera saman og líða vel saman.“

Þá furðar Kristín sig á því hvað dauðinn sé mikið tapú í þjóðfélaginu. Það megi vart um hann tala.

„Kiddi er byrjaður að plana jarðarförina sína og skrifaði niður hvernig hann vill hafa þetta. Þá verður þetta miklu auðveldara þegar þar að kemur. Þá veit ég að éger að gera þetta eins og hann vildi hafa þetta.“

Langar að ferðast

Í viðtali við DV 2015 sagði Kristján:

„Einhvern tímann verður maður að deyja en ég er ekkert farinn að hugsa út í það, þótt aðrir séu kannski farnir að gera það. Það eru margir hræddir við dauðann en ekki ég. Maður verður að lifa lífinu lifandi í staðinn fyrir að spá alltaf í það versta.“

Kristín segir að þau vilji eiga góðan tíma saman þá mánuði sem þau eiga eftir.

„Að vera ungur og greinast með krabbamein er ekki gott fyrir fjárhagslegu hliðina,“ segir Kristín en það eru draumar sem þau hjónin langar að uppfylla. „Maður væri til að fara í þyrluflug og fara meira til útlanda og njóta tímans,“ segir Kristín. Kiddi er öryrki og fjárhagsstaða fjölskyldunnar bíður ekki upp á mikið svigrúm.

„Núna snýst þetta meira um að skapa frekar góðar minningar og reyna að vera saman og reyna að komast í gegnum þetta saman því þetta er drulluerfitt.“

Þeir sem vilja styrkja Kristján og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum er bent á reikningsnúmerið: 140-15-380088, kt. 060681-3849.

Hér má sjá viðtal Stöðvar 2 í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana
Fókus
Fyrir 5 dögum

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám

Edda Lovísa um áhrifin sem það hafði á sambandið þegar hún og kærastinn hættu að horfa á klám
Fókus
Fyrir 5 dögum

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“

Barkley skaut fast á sólmyrkvaáhorfendur – „Ég ætla ekki að sitja úti eins og hálfviti og bíða eftir myrkrinu“