fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Jón Viðar mælir með þessari mynd á Netflix

Fókus
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 14:03

Jón Viðar Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Viðar Jónsson, einn helsti leikhúsgagnrýnandi þjóðarinnar, horfði á athyglisverða mynd á Netflix á dögunum og sá hann ástæðu til að mæla með henni á Facebook-síðu sinni.

„Mig langar til að benda ykkur á mjög góða bíómynd á NETFLIX; hún heitir Flight, er bandarísk, frá 2012, með Denzel Washington í aðalhlutverki,“ segir Jón Viðar og bætir við:

 „Hún fjallar í örstuttu máli um flugstjóra sem vinnur mikið afrek er flugvél hans nauðlendir. Brátt kemur þó á daginn að ekki er allt sem sýnist, því maðurinn er alkohólisti, í bullandi afneitun um ástand sitt. Þetta er ágeng mynd og á því miður fulllt erindi við okkur hér og nú, ekki síst í ljósi nýlegra viðburða og frétta sem hver heilvita maður sér að tengjast sjúkdómnum alkhólisma. Hún minnir á hið fornkveðna: að það er hátt að fljúga og lágt að falla.“

Myndinni er leikstýrt af Robert Zemeckis (Forrest Gump, Cast Away og Back to the Future) og hlaut hún góða dóma þegar hún kom út á sínum tíma. Hún var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna; Denzel fyrir besta leik í aðalhlutverki og John Gatins fyrir handrit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta