fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Idris Elba orðaður við nýjustu kvikmynd Baltasars

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 2. febrúar 2019 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski stórleikarinn Idris Elba er sagður vera í samningaviðræðum í tengslum við nýjustu erlendu stórmynd Baltasars Kormáks. Fréttaveitan The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu en um er að ræða spennutryllinn Deeper frá kvikmyndaverinu MGM.

Deeper fjallar um fyrrverandi geimfara sem er fenginn til að fara á djúpt á hafsbotn og kemst þar í kynni við ýmis yfirnáttúruleg fyrirbæri. Hermt er að Elba sé í viðræðum um að leika umræddan geimfara en nýlega kom í ljós að breski leikarinn færi einnig með hlutverkið í níundu myndinni í Fast & Furious myndabálknum sívinsæla. Þess má einnig geta að Elba var valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims af bandaríska tímaritinu People í fyrra.

Kvikmyndin Deeper er skrifuð af handritshöfundinum Max Landis, syni þekkta kvikmyndagerðarmannsins John Landis. Max á að baki kvikmyndir á borð við Chronicle, American Ultra og Bright.

Sjá einnig: Baltasar orðaður við kvikmynd frá meintum kynferðisbrotamanni

Á meðal framleiðenda myndarinnar er ofurhetjusérfræðingurinn David S. Goyer, en hann kom að handriti stórsmella á borð við Man of Steel, Blade-þríleikinn og The Dark Knight seríuna. Hermt er að Deeper hafi átt að fara í framleiðslu fyrir nokkrum árum með Bradley Cooper og Gal Gadot (Wonder Woman) í aðalhlutverkum. Hins vegar gekk ekki að samræma dagskrá þáverandi leikstjóra og Cooper en þá ákváðu framleiðendur að setja verkefnið á ís þangað til nýr leikstjóri væri fundinn. Ungverski leikstjórinn Kornél Mundruczó var fyrst sagður ætla að leikstýra myndinni áður en hann sneri sér að öðru.

Að öðru leyti er Baltasar enginn nýliði þegar kemur að því að gera myndir á sjó en hefur verið minna í því að kvikmynda sögur undir yfirborði sjávar. Deeper verður þriðja kvikmynd Baltasars sem snýst um sjávarháska. Hinar tvær eru Djúpið og Adrift, sem kom út síðastliðið sumar við ágætar undirtektir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu