fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Gylfi um fimm magnaða samherja úr atvinnumennsku: ,,Hann var í United-liði sem maður fylgdist með og hélt með“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Fimm samherjar úr atvinnumennsku:


Gareth Bale:
Hann var í ruglinu, hann er með ótrúlegan vinstri fót. Fljótur og sterkur, allt sem toppleikmaður þarf. Hann er búinn að ná gríðarlega langt, hann hefur höndlað pressuna sem fylgir því að spila með Real Madrid, hún er mikil.

Wayne Rooney:
Geggjað að fá að spila með honum, leikmaður sem maður horfði á þegar maður var yngri. Var í United-liði sem maður fylgdist með og hélt með. Heiður að spila með honum, geggjað að fá að spila með honum og kynnast því hvernig hann er innan sem utan vallar.

Roberto Firmino:
Hann var mjög ungur, hann hefur breyst eitthvað í dag. Hann talaði ekki mikla ensku, mjög flott að sjá hversu langt hann hefur náð.

Emmanuel Adebayor:
Svakalegur leikmaður, þegar hann er upp á sitt besta, þá er ekki hægt að stöðva hann. Stór, sterkur og fljótur. Getur skorað mörk af öllum gerðum; skot, skallar og hvað sem það er. Hefur átt sturlaðan feril.

Harry Kane:
Svakaleg breyting á honum frá því að hann var að koma upp hjá Tottenham. Í dag er hann bara félagið, hann stjórnar því liði. Við erum í fínu sambandi í dag, toppgaur, við spiluðum oft golf saman og gerum enn. Hann er með Tottenham á herðum sér og enska landsliðið í raun líka, ef þú horfir á hann þá myndir þú ekki halda að hann væri einn sá besti í heimi. Klárar vel og heldur boltanum vel, tímasetningar á hlaupum er hann með á hreinu. Alltaf á réttum stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn

Arsenal tók Chelsea og slátraði þeim – Tylltu sér á toppinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?

Fer De Bruyne til Sádí Arabíu í sumar?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Í gær

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“