fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
433Sport

Gunnleifur krafinn svara: Gömul ummæli úr viðtali rifjuð upp – „Þjóðin bíður svars“

Victor Pálsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:39

Tímavélin:

Það er stranglega bannað að skipta um lið í enska boltanum, það er allavega það sem mörgum er tjáð á yngri árum.

Þeir sem hafa fundið sér lið á Englandi hafa oftar en ekki stutt við bakið á því liði allt sitt líf.

Einn frægasti stuðningsmaður Manchester City hér á landi er markvörðurinn Gunnleifur Vignir Gunnleifsson sem spilar með Breiðabliki.

Gunnleifur er harður stuðningsmaður þeirra bláu sem léku við granna sína í Manchester United í gær.

City er sterkara liðið í dag og hafði betur 3-1 á Etihad vellinum. Það ætti að hafa glatt fyrrum landsliðsmarkvörðinn.

Í dag komst þó upp um Gunnleif! Mynd af gamalli grein um markvörðinn fær að njóta sín á samskiptamiðlum.

Þar sat ungur Gunnleifur fyrir svörum eftir að hafa verið valinn markvörður Tommamótsins á sínum tíma.

Gunnleifur fékk spurninguna – Uppáhalds lið á Englandi?

,,Manchester United að sjálfsögðu og þar held ég mest upp á Bryan Robson,“ svaraði Gunnleifur.

Gunnleifur var látinn vita af þessu á Twitter og svaraði stutt fyrir sig – ,,Haha. Aldrei verið leyndarmál.“

Þjóð bíður svars eins og blaðamaðurinn Tómas Þór Þórðarson orðar það og hlýtur stóra spurningin að vera – hvenær var þessi ákvörðun tekin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimir búinn að finna sér lið?

Heimir búinn að finna sér lið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Everton staðfestir komu Grétars

Everton staðfestir komu Grétars
433Sport
Fyrir 2 dögum

Besta íslenska landslið allra tíma: Hörður Magnússon velur sitt lið – ,,Ásgeir að mínu mati sá besti sem við höfum átt“

Besta íslenska landslið allra tíma: Hörður Magnússon velur sitt lið – ,,Ásgeir að mínu mati sá besti sem við höfum átt“