fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Besta sem hefur komið fyrir Frey var að komast ekki í lögregluskóla: Stjórnarmaður Vals mætti heim til hans

Victor Pálsson
Föstudaginn 26. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Fyrsti gestur þáttarins er Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins og fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins.

Freyr ræddi á meðal annars hvenær hann byrjaði að þjálfa og hvenær sú hugsun kom fyrst upp í hugann að gerast þjálfari.

Freyr segir að tölvuleikurinn Championship Manager hafi hjálpað til en þar settu menn sig í hlutverk knattspyrnustjóra. Leikurinn er enn vinsæll í dag og ber heitið Football Manager.

,,Meðvitað fer ég að pæla í því upp úr tvítugt. Fyrir það vissi ég ekki alveg hvað ég vildi verða og hvað ég vildi gera við lífið,“ sagði Freyr.

,,Upp úr tvítugu þá er ég að fara í einhverja strauma og var samt ekkert að spá í því að fara að mennta mig í þessu strax. Mér fannst bara gaman að þjálfa og vinna með fólki.“

,,Ég fer virkilega að spá í hlutunum, ég held grínlaust að tölvuleikurinn Championship Manager hafi kveikt í einhverju, það var geggjaður leikur.“

,,Ég féll þarna tvö ár í framhaldsskóla og var tveimur árum á eftir, þá voru ég og Doddi, framkvæmdarstjóri Leiknis og Sævar vinur okkar í Manager allan daginn.“

,,Þetta kveikti einhverjar nýjar víddir hjá mér en svo hætti maður að spila þennan tölvuleik. Við höfum verið í kringum tvítugt.“

Freyr segist hafa ákveðið að gerast þjálfari rétt eftir tvítugt en hann var þó hársbreidd frá því að ganga í raðir lögreglunnar.

Faðir Freys starfaði sem lögga og sótti Freyr um sama starf. Hann lenti á biðlista sem breytti öllu að lokum.

,,Ég er 23-24 ára og þá er ég búinn að ákveða það að verða þjálfari. Ég var næstum búinn að ákveða að verða lögga eins og pabbi og fór í lögregluskóla, tók inntökuprófið og allt og lenti svo á biðlista.“

,,Það er það besta sem hefur gerst fyrir mig. Á sama tíma hafði ég sótt um að gerast íþróttaþjálfari í háskólanum á Laugavatni og kemst inn þangað. Daginn sem ég er að keyra þangað í fyrsta skiptið þá hringir lögregluskólinn og segir mér að það sé laust pláss og spyr hvort ég vilji koma. Það munaði litlu að ég yrði lögga.“

Freyr byrjaði að vinna með yngri stelpur hjá Leikni en hann var beðinn um að redda vandræðum hjá félaginu.

Hann endaði svo á því að fara til Vals árið 2005 en Breiðablik reyndi að semja við hann á sama tíma. Það var Jón Höskuldsson, stjórnarmaður hjá Val, sem fékk Frey til að skrifa undir en hann mætti heim til hans á sunnudagskvöldi með samninginn.

,,Ég byrja með stelpur hjá Leikni, það voru vandræði með flokkana minnir mig. Hvort það hafi verið Doddi sem bað mig um að redda þessu, það var svona byrjunin.“

,,Svo tók ég þessa flokka í 1-2 ár og var með knattspyrnuskóla líka. Fyrst var Doddi með hann og ég vann þarna sem krakki eða unglingur og svo árið eftir var ég skólastjóri og Davíð Snorri var með mér. Það var í fyrsta sinn sem við vinnum saman. Þarna byrja ég að þjálfa.“

,,Stóra breytingin á mínum þjálfaraferli er þegar ég fer í Val 2005. Breiðablik reyndi á sama tíma að fá mig, ég vissi af hverju Valur vildi mig, Beta þekkti mig og vissi hver ég væri.“

,,Ég var nálægt því að fara til Breiðabliks en svo gerist það að Jón Höskuldsson, stjórnarmaður hjá Val, ég bjó í kjallaraíbúð í Fellunum á þessum tíma og hann kemur heim til mín, bankar upp á og segist vera með samninginn. ‘Við erum að fara að klára þetta núna!’

,,Ég skrifaði bara undir í hurðinni og þá er ég kominn í Val. Ég elska Leikni og allt sem það hefur gefið mér en það spor fyrir mig að fara í Val var það besta sem ég gat gert á þessum tíma. Þarna kynnist ég svo mikilli afreks hugsun. Ég er umkringdur svo sterku fólki í mörgum íþróttagreinum.“

Freyr var alltaf mjög metnaðarfullur þjálfari og segist hafa verið að eltast við titla í yngri flokkum er hann var að byrja.

,,Þarna skiptu titlar mig máli. Ég var búinn að mynda mér sýn hvernig ég vildi vinna með leikmenn og hjálpa þeim og svoleiðis. Það er ótrúlegt hvað maður er lítill í sér þegar maður byrjar að þjálfa.“

,,Það skipti mig máli að vinna 4. flokk B og 4. flokk A og eitthvað svona. Ég hélt að þetta skipti mig máli. Ég man að við töpuðum innanhúsmóti upp á Skaga og ég var brjálaður! Ég var þarna að mótast sem þjálfari, það var góður tími. Svo fljótlega eftir er ég byrjaður að vinna með meistaraflokk kvenna.“


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls