fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
433Sport

Emil færði fórnir til að komast á toppinn: Fór ekki á skólaböll, snerti ekki áfengi og hafði ekki áhuga á kærustu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. október 2018 11:30

Emil Hallfreðsson miðjumaður Frosinone á Ítalíu og íslenska landsliðsins, er í skemmtilegu spjalli við Snorra Björnsson, í hlaðvarpsþætti hans.

Snorri hefur vakið athygli fyrir þátt sinn undanfarið en þar hefur hann fengið góða gesti til sín í spjall.

Emil hefur á síðustu árum orðið ein af stjörnum landsliðsins en hann lagði mikið á sig til að komast langt. Hann æfði meira en aðrir og sleppti nánast öllu félagslífi.

Árið 2003 þá fékk hann fá tækifæri með meistaraflokki FH og þá var komið að því að bæta sig á öðrum sviðum sem myndu hjálpa honum í fótboltanum.

,,Ég var bara ekki talinn nógu góður, ég spilaði aðeins árið áður en fékk ekki mikinn séns. Ég var pirraður og ungur að fá ekki sénsinn, ég taldi að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum til að fá sénsinn. Í lok dags er það yfirleitt þér sjálfum að kenna þegar þú ert ekki að spila, það er ekki hægt að kenna þjálfaranum og segja að þjálfarinn sé fáviti. Ég fór í ákveðið ferli til að bæta mig, til að geta eitthvað næsta árið,“ sagði Emil í spjalli við Snorra.

,,Ég fór að æfa frjálsar íþróttir, um leið og tímabilið hætti 2003, þá hætti ég ekki æfa. Ég fór til frjálsíþróttaþjálfara FH, vildi bæta hraða og styrk. Ég var hjá honum í hálft ár, hann kenndi mér tæknina frá A til Ö. Ég get cleanað vel í dag.“

Emil segist hafa sleppt skólaböllum og að stelpur hafi ekki verið í huga hans.

,,Ég er smá manískur, ég hafði aldrei áhuga á að eiga kærustu eða vildi aldrei fara böll. Mín pæling var að allir strákarnir færu á böll en ég fór í ræktina, ég hugsaði alltaf að þeir væru að drekka, fá sér smá á meðan ég er í ræktinni. Þeir aðeins að fara niður, ég að fara upp. Ég var þannig í menntaskóla, ég fór á eitt ball. Það var síðasta ballið á síðasta árinu, strákarnir lágu í mér að mæta einu sinni. Ég var kannski pínu boring á þessu tímabili, strákarnir vissu alveg að ég kæmi ekki.

,,Planið var bara að ná ákveðið langt, að komast í atvinnumennsku. Mig langaði ógeðslega að vera góður í fótbolta, mér er alveg sama hvort ég fari á böll, ég hafði ekkert að gera þar.“

,,Mig langaði þetta ótrúlega mikið, þetta er inni í þér. Það var ekki nein pressa að heiman, foreldrar mínir voru ekki íþróttamenn. Þetta er eitthvað sem mig langaði þvílíkt að vera, ég var með ákveðna stefnu. Á þeim tíma var ég ekkert með eitthvað skrifað hvernig ég ætlaði að gera þetta, þetta var í hausnum á mér. Ég verð að fara að bæta mig hérna, verð að lyfta. Hinir fara að djamma, ég verð miklu betri á æfingu á morgun, þeir verða kannski smá þunnur. Ég tek lyftingaæfingu, ég er aðeins að hækka og þeir að lækka.“

Emil hefur átt frábæran feril á Ítalíu auk þess að spila stórt hlutverk í íslenska landsliðinu.

Meira:
Lítil og léleg umfjöllun pirraði Emil á árum áður – ,,Kannski var ég bara ekki nógu góður“
Emil kynntist mafíósum á Ítalíu: Forsetinn púaði vindil í andlit hans – Gekk að leikmönnum með hníf – ,,Eins og í Godfather mynd“
Er í dag einn besti knattspyrnumaður í heimi – Fyrir nokkrum árum þurfti Emil að gefa honum netpung og pening

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“
433Sport
Í gær

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433Sport
Í gær

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“