fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Er í dag einn besti knattspyrnumaður í heimi – Fyrir nokkrum árum þurfti Emil að gefa honum netpung og pening

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. október 2018 16:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Hallfreðsson miðjumaður Frosinone á Ítalíu og íslenska landsliðsins, er í skemmtilegu spjalli við Snorra Björnsson, í hlaðvarpsþætti hans.

Snorri hefur vakið athygli fyrir þátt sinn undanfarið en þar hefur hann fengið góða gesti til sín í spjall.

Emil lék með Hellas Verona á Ítalíu frá 2010 til 2016 og átti frábæra tíma hjá félaginu. Hjá Verona kynntist, Emil, leikmanni sem átti eftir að verða stórstjarna. Um er að ræða Jorginho miðjumann Chelsea.

Jorginho kom ungur að árum til Verona frá Brasilíu en þrátt fyrir talsverðan aldursmun þá náðu hann og Emil afar vel saman hjá Verona.

Lífið lék þó ekki við Jorginho sem fékk lítið borgað og átti oft erfitt enda ungur að árum mættur í nýtt land, langt frá fjölskyldu og vinum.

,,Ég tók hann að mér í byrjun, ég gerði það. Hann kemur til Verona, fimmtán ára og er með 20 evrur á viku, hann býr hjá fjölskyldu. Hann er 15 ára, mér fannst erfitt að fara út tvítugur. Frá Brasilíu til Ítalíu,“ sagði Emil í þættinum hjá Snorra.

,,Ég kynnist honum þegar hann er 18 ára, þá hafði hann farið á láni í neðri deildir. Hann var byrjaður að æfa með okkur og mér fannst góður, hann er góður gaur. Ég sá hvað hann hafði mikinn metnað, ég byrjaði að hjálpa honum og taka hann að mér. Í fyrsta sinn sem ég bauð honum að koma heim, þá átti hann ekki pening fyrir interneti. Ég gaf honum netpunginn minn, þá gæti hann verið á netinu og talað við fjölskyldu sína í Brasilíu.“

,,Ég man ekki hvort ég hafi gefið honum pening líka, pældu í því. Þetta er ekki alltaf það sem þú heldur, atvinnumaður og fullt af peningum. Ég man að hann fékk ekki tækifæri og ég átti í góðu sambandi við þjálfarann. Ég bjó fyrir neðan hann og hann kallaði stundum á mig upp og við fórum yfir málin og ég sagði honum að Jorginho yrði að spila. Ég sagði honum að hann vær góður, leggur sig alltaf fram. Hann gaf honum sénsinn, hann var púaður í fyrstu tveimur leikjunum, var ekki nógu góður.“

Jorgnho var seldur til Napoli árð 2014 en í sumar kepti Chelsea hann fyrir háa upphæð, hann er einn besti miðjumaður í heimi.

,,Síðan meikar hann það hjá okkur, er seldur til Napoli og stendur sig vel þar. Er svo seldur til Chelsea fyrir 45 milljónir evra og fær góðan pening til baka. Hann kom fyrir þremur eða fjórum árum til Íslands, tókum hringinn í kringum landið. Hann og konan hans komu og voru í tíu daga.“

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið

Segir Roy Keane vera risaeðlu eftir ummæli hans um hlaðvarpið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu