433Sport

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. október 2018 10:16

Wayne Rooney framherji DC United elskar lífið í Bandaríkjunum en hann nýtur sín í botn innan sem utan vallar.

Rooney átti magnaðan feril á Englandi en ákvað að færa sig yfir í MLS deildina í sumar.

Rooney bauðst að fá algjöra stjörnumeðferð hjá DC United en hann hafnaði henni, hann vildi sömu meðferð og aðrir leikmenn.

Rooney bauðst að fljúga á fyrsta farrými í stað þess að vera aftar í vélinni með liðsfélögum sínum, hann mátti vera einn á hótelherbergi frekar en með liðsfélaga eins og aðrir.

,,Ef þú ætlar að vera hluti af liði, þá þarftu að gera það og gera öllu sömu hluti og þeir,“ sagði Rooney.

,,Ég vil ekki neina sérstaka meðferð af því að ég átti feril í Englandi, ég vil fá sömu meðferð og aðrir leikmenn. Ég er hluti af liði, þetta er ekki flókið. Þú verður að mynda samband við leikmennina.“

,,Ég veit að margir leikmenn ahfa komið hingað, stórir leikmenn og þeir hafa ekki reynt að búa til sambönd við leikmennina og hvað liðið er að gera.“

Rooney saknar þess að spila FIFA við vini sína. ,,Það er erfitt að spila FIFA við vini mína þessa stundina. Við vorum duglegir að spila þegar börnin mín voru sofnuð á kvöldin, en núna þegar klukkan er 21:00 heima á Englandi þá er hún bara 16:00 hjá mér og ég er að sækja börnin úr skóla.“

,,Það er allt öðruvísi að vera með börnin hérna, hér sæki ég þau í skóla og við getum farið í bíó, að versla eða á veitingastað.“

,,Heima þá var maður alltaf að spá í því hver væri að fylgjast með henni, hver væri að mynda mann. Hér er þetta rólegra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Í gær

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’