433Sport

Gylfi tók Alfreð á skotæfingar: Frábært mark hjá honum

Victor Pálsson
Mánudaginn 15. október 2018 21:33

Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands í kvöld, segir að liðið hafi ekki verið langt frá því að fá stig gegn Sviss á Laugardalsvelli.

Ísland þurfti að sætta sig við 2-1 tap að lokum en pressaði stíft að marki gestanna undir lok leiksins.

,,Við vorum ekki langt frá því að jafna. Við settum mikla pressu undir lokin en runnum út á tíma,“ sagði Gylfi.

,,Þessi leikur var mjög jafn, allavegana í fyrri hálfleik. Eftir fyrsta markið þeirra opnast leikurinn aðeins því við þurfum að taka sénsa.“

,,Bæði mörkin þeirra frá okkar sjónarhorni þá eru þau svekkjandi og eitthvað sem við getum komið í veg fyrir.“

,,Á móti svona liði sem vill halda boltanum þá þegar þeir skora fyrsta markið þá spilast þetta upp í þeirra hendur. Við þurfum að teygja á liðinu og taka sénsa.“

Gylfi var nálægt því að skora í fyrri hálfleik en veit ekki hvort hann hafi gert rétt með að taka skot í fyrsta.

,,Ég hefði getað tekið touch, ég ákvað að skjóta og koma markmanninum á óvart en þetta var ágætlega varið hjá honum.“

Alfreð Finnbogason skoraði frábært mark fyrir Ísland í leiknum en Gylfi hefur verið að kenna honum á æfingasvæðinu.

,,Við höfum farið yfir þetta í vikunni, frábært mark hjá honum og ég er ánægður meðað hann sé að skora fyrir utan teig núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Í gær

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’