433Sport

‘Sjálfselskur’ Koscielny vildi sjá Frakkland tapa á HM – ,,Þetta var ánægjulegt en líka viðbjóðslegt“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. október 2018 20:41

Laurent Koscielny, leikmaður Arsenal, gaf það út í dag að hann væri hættur að spila með franska landsliðinu.

Koscielny er 33 ára gamall í dag en hann meiddist undir lok síðasta tímabils og gat ekki tekið þátt á HM í sumar. Frakkar unnu mótið í Rússlandi.

Varnarmaðurinn opnaði sig í samtali við Canal+ í dag og segir að hann hafi oft viljað sjá landsliðið tapa leikjum mótsins.

,,Heimsmeistaramótið er svartur blettur á mínum ferli,“ sagði Koscielny í samtali við Canal+.

,,Ég átti í erfiðleikum með að sætta mig við meiðslin. Það var erfiðara því þeir unnu mótið og ég get verið sjálfselskur.“

,,Ég segi við sjálfan mig að ég hafi getað verið partur af þessu ævintýri og unnið mótið. Það getur enginn sett sig í mín spor.“

,,Ég var ánægður fyrir þeirra hönd en þetta var líka viðbjóðslegt. Mér leið ekki eins og ég væri heimsmeistari eins og 60 milljónir Frakka.“

,,Það er undarleg tilfinning, á mótinu þá vildi ég sjá þá komast áfram en á sama tíma vildi ég sjá þá tapa. Það er það sem ég hugsaði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“
433Sport
Í gær

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu – Arnór byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu – Arnór byrjar
433Sport
Í gær

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi