433Sport

Arnór Ingvi um ferilinn eftir EM: Maður þarf alltaf að díla við erfiðleika og hindranir

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. október 2018 08:00

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins gangi stoltir frá borði eftir 2-2 jafntefli við Frakkland á fimmtudag.

Arnór fékk tækifæri í byrjunarliðinu í þeim leik en Ísland komst í 2-0 áður en Frakkar jöfnuðu á lokamínútunum.

Arnór ræddi við 433.is í gær og fór aðeins yfir Frakkaleikinn og svo sambandið við Erik Hamren, landsliðsþjálfara.

,,Við sýndum svona heilt yfir góðan leik þó svo við höfum tapað þessu niður á lokamínútunum. Við göngum enn stoltir frá borði,“ sagði Arnór við 433.is.

,,Fyrri hittingurinn hjá Hamren var mjög stuttur, við erum eiginlega nýkomnir og fórum beint í leik og fengum lítinn undirbúning. Fyrstu kynni eru þokkalega fín, það er fínt að vinna undir honum, hann er hreinskilinn, gagnrýnir menn og hrósar mönnum.“

,,Mér fannst ég standa mig þokkalega vel og skilaði mínu verkefni vel þó maður hefði getað gert hitt og þetta betur með færi og eitthvað svoleiðis en heilt yfir er ég mjög sáttur.“

Arnór hefur þurft að takast á við erfiða tíma á köflum eftir EM í Frakklandi en er ánægður með að vera kominn aftur á fullt.

,,Maður þarf alltaf að díla við erfiðleika og hindranir og það tók á. Ég hélt mér alltaf einhvern veginn í hópnum sem hjálpar mér mikið þó mínúturnar hafi ekki verið margar.“

,,Ég er enn í kringum liðið og það hjálpaði manni mikið þegar það gekk ekki vel hjá félagsliði, það var gott að koma hingað.“

Ísland leikur við Sviss í Þjóðadeildinni á mánudaginn en síðasti leikur liðanna lauk með 6-0 sigri svissnenska liðsins. Arnór segir að það þurfi ekki að mótivera menn fyrir þennan leik.

,,Ég spilaði ekki gegn Sviss en var á bekknum og þetta var ekki skemmtilegt þegar þeir eru farnir að leika sér með leiðinlegar sendingar og eitthvað svoleiðis.“

,,Ég held að það þurfi ekki að mótivera menn fyrir þennan leik. Við erum með Frakkaleikinn á bakinu og hefðum getað unnið þann leik og spiluðum vel. Við ætlum okkur að vinna Sviss.“

,,Það kitlaði öllum í lappirnar og langaði inná en eins og ég segi það þarf ekki að mótivera menn mikið fyrir þennan leik.“

,,Ég er alltaf klár ef ég fæ að byrja, ég er alltaf klár. Auðvitað vill maður byrja en ef svo er ekki þá kem ég vonandi inná og sýni mitt.“

Arnór ræddi svo stöðu sína hjá Malmö í Svíþjóð en hann hefur verið að koma sterkur inn eftir þjálfaraskipti í sumar.

Malmö á enn möguleika á að ná þriðja sæti deildarinnar og spilar stórleik um næstu helgi.

,,Í Svíþjóð hefur gengið betur eftir HM og liðinu líka. Það voru þjálfaraskipti eftir HM og okkur hefur gengið vel. Við höfum ekki tapað mörgum leikjum.“

,,Við erum reyndar fimm stigum á eftir þriðja sætinu og þurfum að treysta á önnur lið. Það eru fimm leikir eftir en við eigum það lið eftir í næsta leik á heimavelli og það er sex stiga leikur.“

,,Það er smá pressa á okkur að ná þriðja sætinu. Þetta er stór klúbbur og stór í Skandinavíu. Stuðningsmenn eru ekki alltof sáttir þegar illa gengur og maður fær alveg að heyra það.“

,,Það er mjög mikill munur á Norrkoping og Malmö, maður finnur það að þetta er miklu stærra batterí.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Páll fékk sér samloku og Atla var ekki skemmt: ,,Með bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn“

Páll fékk sér samloku og Atla var ekki skemmt: ,,Með bumbuna hangandi yfir buxnastrenginn“
433Sport
Í gær

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals
433Sport
Í gær

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd af Ronaldo með nöktum karlmanni fer eins og eldur í sinu um netheima – Sjáðu hana

Mynd af Ronaldo með nöktum karlmanni fer eins og eldur í sinu um netheima – Sjáðu hana
433Sport
Fyrir 2 dögum

Íslenski slúðurboltinn rúllar hratt: Fer Sigurður Egill frá Val? – Er þetta maðurinn sem fær KSÍ starfið?

Íslenski slúðurboltinn rúllar hratt: Fer Sigurður Egill frá Val? – Er þetta maðurinn sem fær KSÍ starfið?