433Sport

Notaði furðulega aðferð til að reyna að komast inn á völlinn – Var rekinn burt

Victor Pálsson
Föstudaginn 12. október 2018 21:20

Það voru fjölmargir enskir stuðningsmenn sem gerðu sér leið til Króatíu fyrir leik enska landsliðsins gegn heimamönnum í kvöld.

Stuðningsmennirnir vissu það þó að þeir kæmust ekki inn á völlin en leikið var fyrir luktum dyrum.

Verið er að refsa Króatíu fyrir atvik sem kom upp árið 2015 er búið var að slá hakakross í grasið fyrir leik gegn Ítalíu í undankeppni EM.

Einn stuðningsmaður Englands vildi mikið komast inn á völlinn í dag og sjá leikinn sem endaði með markalausu jafntefli.

Hann klæddi sig upp eins og öryggisverðir vallarins og vonaðist eftir því að það myndi duga til að komast inn.

Honum tókst að komast inn á völlinn en um leið og hann nálgaðist grasið var honum skipað að yfirgefa svæðið.

Stuðningsmenn Englands náðu þó að sjá leikinn en þeir fundu sér hól fyrir utan leikvanginn þar sem mátti sjá aðeins í grasið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool

Var of aumur til að spila fyrir Liverpool
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterling passar upp á heimilið og fjölskylduna – Sjáðu hvað hann keypti

Sterling passar upp á heimilið og fjölskylduna – Sjáðu hvað hann keypti
433Sport
Fyrir 3 dögum

Íslendingar reiðir út í leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann gerði við Gylfa

Íslendingar reiðir út í leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann gerði við Gylfa
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hólmbert valinn bestur í Noregi – Sjáðu af hverju

Hólmbert valinn bestur í Noregi – Sjáðu af hverju