fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. október 2025 14:26

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var ekki langur aðdragandi, þetta hefur gerst frekar hratt,“ segir Flosi Eiríksson formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks við 433.is um brottrekstur Halldórs Árnasonar úr starfi þjálfara karlaliðsins í dag.

Síðasti leikur Halldórs við stjórnvölinn var í tapi gegn Víkingi um helgina, en eftir úrslitin er ólíklegt að Breiðablik nái Evrópusæti, sem er ekki viðunandi árangur Íslandsmeistaraliðsins frá því í fyrra.

Halldór tók við Breiðabliki 2023 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Gerði hann liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari í fyrra og kom liðinu svo í Sambandsdeildina í ár.

„Við tökum ekki svona ákvörðun út frá einstökum leikjum en gengið og stemningin undanfarið hefur ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir. Stjórnin taldi að það þyrfti að gera eitthvað í því og við völdum þessa leið,“ segir Flosi enn fremur.

„Þetta er mjög erfitt. Dóri gerði liðið að meisturum í fyrra og kom okkur í Sambandsdeildina í ár. Hann hefur verið hér í sex ár og er frábær náungi, leggur sig allan fram í þetta. Hann er góður félagi og vinur. Hann á mikið hrós skilið og á mikið inni hjá okkur.“

Ólafur Ingi Skúlason tekur við starfi Halldórs í Kópavoginum og segir þar með upp starfi sínu sem þjálfari U-21 árs landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram