fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Sport

Kemur Guðmundur og réttir við skútuna?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru erfiðir tímar í íslenskum handbolta, sérstaklega hjá karlalandsliðinu, og hafa verið síðustu ár, sérstaklega ef horft er til þess á hvaða stall liðið var komið hér á árum áður. Liðið vann til verðlauna og komst iðulega langt í flestum stórmótum. Verulega hefur dregið úr slíku og er liðið nú annað Evrópumótið í röð úr leik í riðlakeppni. Liðið komst á stórmót sem er afrek en væntingar Íslendinga til liðsins eru meiri eftir ofdekur síðustu ár.

Liðið féll úr leik á Evrópumótinu í Króatíu á þriðjudag, verðskuldað. Liðið tapaði gegn slöku liði Serbíu þar sem þjálfari og leikmenn brugðust á ögurstundu. Geir Sveinsson, þjálfari liðsins, er í óvissu með framtíð sína, en hann vildi nýjan samning áður en mótið hófst. HSÍ hafnaði því og sagði að málin yrðu skoðuð eftir mót. Því er óvíst hvort Geir haldi áfram með liðið, hann gerði ágætis hluti á HM í Frakklandi en Evrópumótið í ár voru sár vonbrigði.

Forveri hans, Aron Kristjánsson, gerði heldur ekki góða hluti og vandamálið líklega stærra en maðurinn sem stendur í brúnni. HSÍ leggst undir feld á næstunni og skoðar hvað sé best í stöðunni, heimildir DV herma að öllum steinum verði velt innan stjórnar HSÍ sem tekur ákvörðun um málið og að draumur margra þar sé að fá Guðmund Þórð Guðmundsson aftur til starfa. Guðmundur náði frábærum árangri með liðið síðast, liðið vann til silfurverðlauna á Ólymp­íu­leik­un­um 2008. Guðmundur stýrir liði Barein í Persaflóanum. Ljóst er að HSÍ getur aldrei borgað sömu laun og Guðmundur fær þar en hann er einn af þeim möguleikum sem koma til greina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“