fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021

PR-vandi

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 8. desember 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var kveikt á Bylgjunni á kaffistofunni í miðvikudagsmorguninn þegar rætt var við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur í Bítinu. Eins og flestir vita eru þau tvö af þingmönnunum sex sem sátu á Klaustur Bar þriðjudagskvöldið 20. nóvember, á sama tíma og Marvin, eða Bára eins og hefur komið í ljós. Fundur sem er fyrir löngu orðinn margfalt frægari og áhugaverðari en nokkur fundur tengdur fullveldisafmælinu.

Þeir sem reka nefið inn á kaffistofuna elska að vera vitrir eftir á og vilja þeir nú meina að það hafa alltaf legið í loftinu síðustu daga að Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason létu sig hverfa tímabundið og Sigmundur og Anna Kolbrún kæmu fram í vel æfðri almannatengslaherferð til að bjarga flokknum. Þær tilraunir, sem og tilraunir til að koma málinu ofan í pólitískar skotgrafir, fóru forgörðum eftir Kastljósviðtalið við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra á miðvikudagskvöldið. Meira að segja Björn Bjarnason og Hannes Hólmsteinn hrósuðu Lilju og skutu á Sigmund Davíð.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins.

Við sáum hvernig fyrstu viðbrögð Miðflokksmanna og Flokks fólksins voru í þessu máli. Fyrst var reynt að snúa þessu upp á fjölmiðla. Svo upp á einhvern símahakkara. Svo upp á Marvin. Svo upp á aðra þingmenn. Svo upp á hina þingmennina. Svo þegar almannatenglar voru komnir í málið var loks hægt að biðjast afsökunar, en samt með þeim fyrirvara að aðrir þingmenn væru ekkert skárri og að baktalið um Freyju Haraldsdóttur hafi ekki verið fordómafullt.

Það má þó ekki afskrifa umræðu um að þjóðfélagið hafi tekið sexmenninganna af lífi á samfélagsmiðlum. Það er hins vegar ekki hægt að segja sína eigin orðræðu koma sér á óvart á sama tíma og halda því fram að slík orðræða tíðkist víða.

Almannatenglar spila stórt hlutverk bak við tjöldin. Það er ekki alltaf augljóst hvenær eitthvað er persónuleg skoðun stjórnmálamanns og hvað var matað ofan í viðkomandi af almannatengli. Það má alveg velta því upp hvort það ætti ekki að vera stöðluð spurning fjölmiðlamanna í öllum málum hvort stjórnmálamaðurinn hefði ráðfært sig við almennatengil vegna málsins. Og þá á sama tíma almennings að taka eftir því hvernig orðræða, sérstaklega í málum á borð við Klaustursmálið, breytist á nokkrum dögum og velta þá fyrir sér hvað hefur átt sér stað á bak við tjöldin.

Almannatenglar leggja ekki stjórnmálamönnum orð í munn, a.m.k. ekki alltaf. Þeir geta þó haft áhrif á hvar boðskapur þeirra birtist og við hvaða fjölmiðla er rætt.

Hödd Vilhjálmsdóttir hjá KVIS almannatengslum hefur verið að aðstoða Miðflokksmenn. Hödd er vel tengd inn í íslenska fjölmiðla og gott að hafa hana sér til ráðgjafar í svona vandasömum málum. Sigmundur og Anna Kolbrún mættu í Bítið á Bylgjunni, Anna Kolbrún var svo líka í dramatísku viðtali í Morgunblaðinu.

Á föstudaginn sagði RÚV svo frá því að viðtalið við Önnu Kolbrúnu í Morgunblaðinu hafi verið tekið af blaðamanninum Önnu Lilju Þórisdóttur, sem er systir Hólmfríðar Þórisdóttur, starfsmanns þingflokks Miðflokksins. Segir RÚV að Anna Lilja hafi komið í Alþingishúsið á þriðjudag og yfirgefið svæðið í fylgd systur sinnar og Önnu Kolbrúnar. RÚV segir að það hafi stungið í stúf að ekki hafi verið spurt um ummæli Önnu Kolbrúnar í garð Freyju Haraldsdóttur.

Það verður fylgst með þessu máli áfram á kaffistofunni. Eftir viðtalið við Lilju og afhjúpun Marvins, nú Báru, má bóka að það sé unnið hörðum höndum að tjaldabaki að því að finna leiðir til að lágmarka skaðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta er kostnaður Arsenal við að fá Odegaard í nokkra mánuði

Þetta er kostnaður Arsenal við að fá Odegaard í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Góður fundur hjá Van de Beek og Solskjær

Góður fundur hjá Van de Beek og Solskjær
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rannsókn lögreglu á mannsláti í Sundhöllinni á frumstigi – Krufning á næstu dögum

Rannsókn lögreglu á mannsláti í Sundhöllinni á frumstigi – Krufning á næstu dögum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí

Eitt innanlandssmit í gær – Lægsta tíðni nýgengi smita síðan í júlí
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að Tuchel taki við af Lampard

Fullyrt að Tuchel taki við af Lampard
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

COVID-19 var banamein Jóhannesar – Margir minnast hans með fallegum orðum

COVID-19 var banamein Jóhannesar – Margir minnast hans með fallegum orðum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Öskrið sem fáir tóku eftir í gær vekur athygli – Hvað sagði hann?

Öskrið sem fáir tóku eftir í gær vekur athygli – Hvað sagði hann?