fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Pressan
Föstudaginn 4. apríl 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcy Rheintgen, 20 ára trans kona, var handtekin á dögunum fyrir að nota kvennasalerni í ríkisþinghúsinu í Flórída.

Talið er að þetta sé fyrsta handtakan í ríkinu eftir að umdeild lög tóku gildi árið 2023 sem banna trans fólki að nota almenningssalerni í ríkisreknum byggingum sem samræmast ekki kyni þeirra við fæðingu.

Sambærileg lög eru í gildi í fleiri ríkjum, þar á meðal Wyoming, Utah, Montana og Suður-Dakóta. Háttsemin er þó aðeins refsiverð í Flórída og Utah.

Marcy var handtekin þann 19. mars síðastliðinn og gæti hún átt yfir höfði sér 60 daga fangelsi.

Marcy var meðvituð um það að hún væri að brjóta lögin þegar hún gekk inn í bygginguna í Tallahassee. Verðir í byggingunni vissu af komu hennar og sögðu að hún fengi viðvörun ef hún færi inn á kvennasalerni byggingarinnar. Marcy lét þá viðvörun sem vind um eyru þjóta, fór inn og þvoði á sér hendurnar.

Í frétt AP kemur fram að hún hafi svo verið handtekin þegar hún neitaði að yfirgefa salernið.

„Ég vildi bara að fólk myndi sjá hversu biluð þessi lög eru,“ segir hún í samtali við AP. „Ef ég er glæpamaður, þá verður erfitt fyrir mig að lifa venjulegu lífi, allt vegna þess að ég þvoði á mér hendurnar. Það er klikkun,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál