fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Pressan
Fimmtudaginn 3. apríl 2025 03:17

50 evrutrikkið er mikið notað á Spáni þessa dagana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru skammt undan og þá munu margir bregða undir sig betri fætinum og fara í ferðalag. Sumir fara til útlanda og eflaust margir til Kanaríeyja eða annara hluta Spánar. Þeir, sem ætla að gera það, ættu að lesa áfram því spænska lögreglan hefur sent frá sér aðvörun til ferðamanna.

Samkvæmt frétt El Periódico þá varar lögreglan ferðamenn við hinni svokölluðu „50 evru brellu“ en henni er beint að þeim sem eru með bíl til umráða.

Hún gengur út á að 50 evruseðill er settur undir rúðuþurrkuna, farþegamegin.

Þegar stigið er út úr bílnum til að skoða seðilinn eða taka hann, láta þjófarnir til skara skríða og á örskotsstund taka þeir töskur, farsíma, veski og önnur verðmæti úr bílnum og láta sig hverfa hið snarasta á braut.

Þeir leika þennan leik oft á bílastæðum, þar sem mikið annríki er, og við verslunarmiðstöðvar.

Lögreglan segir að svikahrapparnir vinni svo hratt og nákvæmlega að erfitt sé fyrir fólk að bregðast við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál