fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Pressan
Miðvikudaginn 2. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 67 ára gamla Shirley Obert var á ferð í Monroe-sýslu í Georgíuríki snemma á laugardag þegar hún missti stjórn á bifreið sinni og hafnaði á tré utan vegar.

Shirley hafði samband við eiginmann sinn sem hugðist koma á vettvang og sækja hana. Shirley var hins vegar hverfi sjáanleg þegar hann kom á staðinn og hafði hann því samband við neyðarlínuna í kjölfarið.

Lögregla grennslaðist fyrir um Shirley en allt kom fyrir ekki. Leitarhópar voru ræstir út með sérþjálfaða leitarhunda og þá var þyrla send í loftið. Það var svo á sunnudag að lík Shirley fannst skammt frá bifreiðinni ofan í gömlum og þornuðum brunni.

Lögregla telur að Shirley hafi látist af sárum sínum eftir að hafa dottið ofan í brunninn sem er um níu metra djúpur. Brunnurinn var um 20 til 30 metrum frá bifreið Shirley og hafði hann farið fram hjá leitarmönnum á vettvangi.

Telur lögregla að Shirley hafi verið að freista þess að komast út úr skóglendinu sem bíllinn var í þegar hún féll í brunninn. Var brunnurinn býsna vel falinn vegna gróðurs.

„Hann var opinn og ég er viss um að það eru nokkur hundruð svona brunnar bara í Monroe-sýslu og eflaust nokkur þúsund í Georgíuríki,“ segir Brad Freeman, lögreglustjóri í sýslunni, í viðtali við bandaríska fjölmiðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál