fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Pressan
Mánudaginn 31. mars 2025 20:30

Hvað gerir Trump í þessu máli?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert hosur sínar grænar fyrir Grænlandi. Hann segist vonast til þess að Grænland gangi inn í Bandaríkin með góðu en útilokar ekki að beita hervaldi. Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Trump girnist Grænland. Er það til að tryggja öryggi Bandaríkjanna? Er það vegna dýrmætra jarðefna Grænlands? Eða er það til að setja mark sitt á söguna með því að auka yfirráðasvæði Bandaríkjanna til frambúðar?

Ein samsæriskenning vakti töluverða athygli á Reddit fyrir helgi. Þar deildi einn notandi sinni kenningu um Grænlandsmálið. Trump sé í eðli sínu viðskiptamaður. Hann ætli sér að taka yfir Grænland út af því hvaða þýðingu slík yfirráð geti haft eftir nokkra áratugi.

„Gleymið ekki yfirburðarstöðu hvað varðar flutningaleiðir. Þess vegna vill hann líka Panamaskurðinn. Fyrir árið 2050 verður norðurskautið algjörlega siglingafært árið um kring,“ segir Reddit-notandinn og bendir á að með þessari breytingu eigi mikilvægi Panamaskurðarins eftir að minnka þar sem ný flutningaleið verður komin til sögunnar. Þau lönd sem eiga landamæri við þessa norðurskautsleið eru Bandaríkin í gegnum Alaska og svo Kanada, Rússland og loks Danmörk í gegnum Grænland. Stysta leiðin verður í gegnum Beringsundið sem Bandaríkin deila nú með Rússlandi, í gegnum landhelgi Kanada og loks í gegnum Baffinflóa sem Kanada og Grænland deila.

Með því að sölsa undir sig Kanada, Grænland og svo Panamaskurðinn væru Bandaríkin komin í yfirburðastöðu hvað alþjóðlega flutninga varðar. Trump hafi komið því skýrt á framfæri að hann vilji að sín verði minnst sem eins áhrifamesta forseta Bandaríkjanna. Þar með verði hans arfleifð stórtæk landtaka sem tryggi Bandaríkjunum stórgróða í framtíðinni. Hann sé líklega hvattur áfram í þessum fyrirtæklunum af hagsmunaaðilum innan flutningaiðnaðarins. Hann ætli að tryggja Bandaríkjunum eins konar einokunarstöðu í alþjóðlegum flutningum. Allt tal um öryggismál sé fyrirsláttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál