fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Pressan
Sunnudaginn 30. mars 2025 20:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú borðar hollan mat, gengur 10.000 skref á dag, afþakkar sætabraut, en samt sem áður sýnir baðvogin ekki lægri tölu þegar þú stígur á hana. Hvað gerir þú þá? Þú kennir sjálfum/sjálfri þér um, auðvitað.

En nú geturðu tekið gleði þína því niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Virginia sýna að þetta snýst ekki um hvað þú borðar, heldur hver þú ert. Sem sagt, erfðir þínar eru kannski það sem eyðileggur tilraunir þínar til að léttast.

Á fimm árum fylgdust vísindamennirnir með músum sem þeir gáfu fjórar mismunandi tegundir af mat – Miðjarðarhafsmataræðið, gamaldags bandarískt skyndibitafæði, vegan og grænmetisfæði.

Mýsnar fengu alltaf sama magn af hitaeiningum, prótíni, fitu og kolvetnum, óháð hvaða fæði þær voru á.

Rannsóknin leiddi í ljós að sumar mýs fitnuðu óháð því hvað þær borðuðu. Aðrar voru grannar, meira að segja þrátt fyrir að þær borðuðu óhollasta matinn.

„Við héldum að þær myndu allar bregðast næstum eins við mataræðinu en það gerðu þær alls ekki,“ segja vísindamennirnir um niðurstöðurnar og bættu við: „Erfðamengið hafði meiri áhrif en mataræðið.“

Þetta þýðir einfaldlega að þú getur borðað eins og næringarfræðingur en samt sem áður ekki náð sama árangri og vinkona þín sem lifir á lofti og lakkrís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál