fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Birta hrollvekjandi myndband af flugslysinu í Kentucky

Pressan
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að fraktflugvél frá UPS skall til jarðar skömmu eftir flugtak í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Vélin, sem var af gerðinni MD-11, var á leið í loftið frá Muhammad Ali-alþjóðaflugvellinum í Louisville og á leið til Honolulu á Hawai þegar slysið varð.

Daily Mail birti myndband af slysinu á vef sínum og má sjá eldhaf úr vinstri væng vélarinnar þegar vélin er á fleygiferð eftir flugbrautinni. Upptaka úr bílamyndavél sýnir svo þegar vélin skellur til jarðar og skilur eftir sig logandi brak.

Brak úr vélinni dreifðist yfir stórt svæði og lenti það meðal annars á tveimur fyrirtækjum í nágrenninu, Kentucky Petroleum Recycling og Grade A Autoparts. Alls eru sjö látnir og er talið að hluti þeirra séu starfsmenn fyrrnefndra fyrirtækja. Þrír voru í áhöfn vélarinnar.

Um 38 þúsund lítrar af eldsneyti voru um borð þar sem langt flug til Hawai var fram undan.

Ríkisstjóri Kentucky, Andy Beshear, sagði í gærkvöldi að tveir væru enn í lífshættu og búast mætti við því að tala látinna og slasaðra ætti eftir að hækka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist