fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Pressan
Þriðjudaginn 4. nóvember 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar sviptu um helgina hulunni af nýjasta tækinu í vopnabúri sínu en um er að ræða ógnarstóran kafbát sem smíðaður er til að bera gereyðingarvopn.

Rússar, þar á meðal Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og nú næstráðandi í þjóðaröryggisráði Rússlands, hafa haft orð á því að þeir gætu „sökkt“ óvinaþjóðum sínum, þar á meðal Bretlandi, ef þau halda sig ekki á mottunni.

Khabarovsk-kafbáturinn eins og hann heitir er þeirrar gerðar að hann getur skotið tveggja megatonna kjarnorkusprengju sem jafngildir sprengikrafti tveggja milljóna tonna af TNT.

Væri hægt að sprengja hana við strandlengju óvinaríkis með þeim afleiðingum að geislavirk flóðbylgja myndi flæða yfir og gera stór svæði óbyggileg.

Sprengjan sem Khabarovsk getur borið kallast Poseidon og vegur hún hundrað tonn. Hún getur ferðast afar langa vegalengd, tæpa 10 þúsund kílómetra á 185 kílómetra hraða.

Hulunni var svipt af kafbátnum í Severdvinsk í norðurhluta Rússlands um helgina og var hann smíðaður í hinni frægu Sevmash-skipasmíðastöð. Hann fer nú til sjóprófana áður en hann verður formlega tekinn í notkun.

Til stóð að taka kafbátinn í notkun árið 2020 en tæknilegar hindranir, kórónuveirufaraldurinn og innrásin í Úkraínu settu strik í reikninginn.

Pútín Rússlandsforseti virðist vera hæstánægður með nýjustu viðbótina í vopnabúrið og segir hann að Rússar standi nú framar öllum öðrum þjóðum á þessu sviði. „Það er enginn leið að stöðva hann,“ segir hann.

Jeffrey Lewis, fræðimaður við Middlebury-háskólann, segir í grein í Foreign Policy að nýjasta vopn Rússa sé mjög óhugnanlegt. „Við erum að tala um ógnarstórt kjarnorkuvopn sem er hannað til að valda langvarandi geislunaráhrifum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi