fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Pressan
Sunnudaginn 2. nóvember 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flöskuskeyti sem tveir ástralskir hermenn skrifuðu á leið sinni til vígstöðvanna í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni kom í leitirnar á dögunum á vesturströnd Ástralíu.

Um er að ræða einstakan fund en sjaldgæft er að svo gömul flöskuskeyti finnist – sérstaklega í ljósi þess að virðist hafa varðveist vel.

Í frétt AP kemur fram að Brown-fjölskyldan hafi fundið flöskuna á Wharton-ströndinni nálægt bænum Esperance þann 9. október síðastliðinn.

Deb Brown segir að eiginmaður hennar, Peter, og dóttir þeirra, Felicity, hafi rekist á flöskuna þegar þau voru að hreinsa rusl af ströndinni.

„Við hreinsum mikið rusl af ströndunum og myndum aldrei ganga framhjá neinu,“ sagði Deb og bætti við: „Þessi litla flaska lá þarna bara og beið eftir að verða tekin upp.“

Inni í glerflöskunni fundust tvö bréf, skrifuð með blýanti og voru dagsett 15. ágúst 1916. Undir bréfið skrifuðu hermennirnir Malcolm Neville, 27 ára, og William Harley, 37 ára.

Skip þeirra, HMAT A70 Ballarat, hafði siglt frá Adelaide í Suður-Ástralíu þremur dögum fyrr, á leið til Evrópu þar sem þeir áttu að ganga til liðs við 48. herfylkið á vesturvígstöðvunum í Frakklandi.

Neville féll í bardaga ári síðar, en Harley særðist tvisvar og komst lífs af frá stríðinu. Hann lést árið 1934 í Adelaide úr krabbameini sem fjölskylda hans telur hafa stafað af gasárásum Þjóðverja í skotgröfunum.

Í bréfi sínu bað Neville þann sem fyndi flöskuna að koma bréfinu til móður sinnar, Robertinu Neville, í Wilkawatt, sem nú er hálfgerður draugabær í Suður-Ástralíu. „Megi sá sem finnur þetta bréf hafa það jafn gott og við höfum það nú,“ sagði Neville í bréfinu. Þá kom fram að hermennirnir hefðu það gott, maturinn um borð í skipinu væri góður að undanskilinni einni máltíð sem „endaði í sjónum” eins og það var orðað.

Deb telur að flaskan hafi í raun ekki verið lengi í sjónum og sennilega legið í sandinum í meira en hundrað ár. Mikill öldugangur á Wharton-ströndinni nýlega hafi að líkindum ýtt flöskunni aftur upp á yfirborðið.

Í frétt AP kemur fram að afkomendur hermannanna hafi verið djúpt snortnir þegar þeir fréttu af fundinum. Ann Turner, barnabarn Harleys, sagði fjölskylduna hafa orðið „algjörlega agndofa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“

Fyrrverandi eiginkonur loddara og raðeltihrellis tóku höndum saman til að vara aðrar konur við – „Ekki byrja með Brandon“
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu