fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Pressan

Kennari lýsir augnablikinu þegar hún var skotin af sex ára nemanda sínum

Pressan
Föstudaginn 31. október 2025 11:30

Abby var skotin og telst heppin að hafa lifað árásina af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hélt ég hefði dáið. Ég hélt ég væri annað hvort á leið til himna eða komin þangað.“

Svona lýsir Abby Zwerner, kennari við Richneck Elementary-barnaskólann í Virginíuríki því sem fór í gegnum huga hennar þegar sex ára gamall nemandi hennar gekk upp að henni og skaut hana tveimur skotum með skammbyssu.

Abby bar vitni í málinu í vikunni en atvikið átti sér stað þann 6. janúar 2023. Hún hefur höfðað mál gegn skólayfirvöldum á svæðinu og heldur því fram að skólanum hefði mátt vera ljóst að hætta stafaði af umræddum nemanda og vitað væri að hann hefði komið með byssu í skólann þennan dag.

Zwerner var skotin í brjóstið og handlegginn þar sem hún sat við skrifborðið í skólastofu sinni þennan örlagaríka vetrardag. Nemandinn sem skaut hana var í fyrsta bekk og var Abby flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús þar sem hún dvaldi í tæpar tvær vikur.

Á þeim tíma gekkst hún undir sex aðgerðir og þó brátt verði liðin þrjú ár frá árásinni hefur hún ekki enn náð fullri hreyfigetu í vinstri hönd. Mjög litlu mátti muna að kúlan hæfði hana í hjartað en í frétt AP kemur fram að kúlan sé enn inni í henni þar sem læknar telja of hættusamt að fjarlægja hana.

Málið vakti mikið umtal á sínum tíma og veltu margir fyrir sér hvernig sex ára barni dytti í hug að koma með byssu í skólann og skjóta kennarann sinn.

Í málinu er aðstoðarskólastjóranum stefnt en hann mun hafa fengið nokkrar ábendingar þess efnis, í aðdraganda árásarinnar, að nemandinn væri með byssu í skólatöskunni sinni. Aðstoðarskólastjórinn hefur einnig verið ákærður í málinu og gæti hann átt þungan fangelsisdóm yfir höfði sér.

Í frétt AP kemur fram að móðir hins sex ára drengs hafi verið dæmd í fjögurra ára fangelsi vegna málsins. Lýsti nemandinn því eftir árásina að hann hefði náð í byssuna úr skúffu á heimili móður sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað

Rússar kynna óhugnanlegt vopn – Kjarnorkuknúin eldflaug sem enginn getur stöðvað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála