fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 12:05

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar um 98 prósent atkvæða hafa verið talin í þingkosningum Hollands liggur fyrir að sigurvegari kosninganna er miðjuflokkurinn D66 sem þrefaldar fylgi sitt milli kosninga. Eins og staðan er nú fær hann í sinn hlut 26 þingsæti. Frelsisflokkurinn (PVV) fær einnig 26 sæti en hafði áður 37 og hefur því tapað töluverðu þingi. Þetta þykir vísbending um að vinsældir öfgahægrisins séu að dala í Hollandi.

Niðurstaðan bendir einnig til þess að næsta ríkisstjórn verði leidd af leiðtoga D66, hinum 38 ára gamla Rob Jetten sem yrði þá bæði yngsti forsætisráðherrann í sögu Hollands sem og sá fyrsti til að vera samkynhneigður og kominn út úr skápnum.

Gleðin var við völd á kosningavöku D66 þar sem Jetten sagði Hollendinga hafa sent heiminum skilaboð.

„Við höfum sýnt, ekki bara í Hollandi heldur heiminum öllum, að það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar. Milljónir Hollendinga sneru í dag við blaðinu og sneru baki við stjórnmálum neikvæðni, haturs og endalausa stefinu: Nei, við getum ekki.“

Sérfræðingar hafa nefnt kosningarnar í Hollandi sem ákveðinn prófstein um stöðu öfgahægrihreyfinga í Evrópu og að þessi niðurstaða gefi til kynna að vinsældir þeirra hafi þegar náð hámarki.

Rétt er að geta þess að enn eru nokkur þúsund atkvæði ótalin. Það er naumt á munum milli D66 og Frelsisflokksins og gætu þingsæti skolast lítillega til á milli þeirra. Eins gæti farið svo að Frelsisflokkurinn verði enn stærstur á þingi, þó að litlu muni á honum og D66. Hins vegar hafa flestir stærstu flokkar Hollands lýst því yfir að þeir muni ekki vinna með Frelsisflokknum og leiðtoga hans, Geert Wilders.

Þetta voru þriðju þingkosningarnar í Hollandi á aðeins fjórum árum. Seinasta ríkisstjórn var leidd af Frelsisflokknum sem ákvað í júní að slíta stjórnarsamstarfi í kjölfar deilna um innflytjendamál. Það var þó ekki Wilders sem var forsætisráðherra, en samstarfsflokkarnir neituðu að samþykkja hann í embættið. Þess í stað  var fyrrverandi forstjóri hollensku leyniþjónustunnar, Dick Schoof, fenginn til að leiða ríkisstjórnina.

CNN greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála