fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 15:00

Frá Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein hefur verið kvödd fyrir héraðsdóm í borginni Santa Cruz á Tenerife þann 5. nóvember til að svara þar fyrir mjög bíræfin leigusvik.

Canarian Weekly greinir frá þessu.

Konunni er gefið að sök að hafa innheimt tryggingu vegna langtímaleigu á húseignum sem ekki eru til. Saksóknari í málinu krefst þriggja ára og sjö mánaða fangelsis fyrir konunni.

Hún er sögð hafa blekkt annars vegar par og hins vegar karlmann til að trúa því að hún væri eigandi húseignanna. Brotaþolar greiddu henni 1.200 evrur, sem er andvirði rúmlega 170 þús. íslenskra króna, og hins vegar 550 evrur (tæplega 80 þús.).

Saksóknari krefst þess að auk fangelsisrefsingar verði konunni gert skylt að endurgreiða féð og greiða auk þess samtals ríflega 3.000 evrur í miskabætur.

Parið sem um ræðir greiddi konunni annars vegar 600 evrur í fyrirfram leigu í einn mánuð, og hins vegar 500 evrur í tryggingu. Fólkið hefur ekki fengið féð endurheimt.

Saksóknari telur nægileg sönnunargögn vera fyrir hendi til að sanna að konan hafi aldrei ætlað sér að útvega fólkinu húsnæði þrátt fyrir að hafa móttekið greiðslur frá því. Leigusvik af þessu tagi eru sögð vera vaxandi vandamál á Tenerife ofan í húsnæðiskreppu sem þar ríkir.

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála