fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig“

Pressan
Fimmtudaginn 23. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Opinber rannsókn á aðdraganda voðaverksins í Southport á Englandi í fyrrasumar stendur nú yfir í Liverpool Town Hall. Þar myrti hinn 17 ára gamli Axel Rudakubana þrjár barnungar stúlkur sem voru á dansnámskeiði og særði tíu til viðbótar í hnífaárás.

Markmið rannsóknarinnar í Liverpool er að varpa ljósi á hugsanleg kerfislæg mistök í aðdraganda árásarinnar og hvaða viðvörunarmerki voru til staðar fyrir hana.

Viðvörunarbjöllur frá fyrsta degi

Joanne Hodson, skólastjóri The Acorns School í Ormskirk, lýsti því að hún hefði fundið fyrir því strax frá fyrsta degi að hinn þá 13 ára Rudakubana væri „mjög hættulegur“.

Rudakubana hafði verið vísað úr almennum skóla eftir að hafa tekið hníf með sér í kennslustofu.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar um barnamorðingjann – Hefði getað drepið 12.000 manns

Rifjaði Joanne upp hvað Axel sagði þegar hún spurði hann hvers vegna hann hefði tekið með sér hníf í skólann. „Til að nota hann,“ sagði hann án þess að blikka auga, sagði hún.

„Þetta er í eina skiptið á mínum ferli sem nemandi hefur sagt slíkt við mig – eða sýnt algjöran skort á iðrun,“ sagði hún og bætti við að foreldrar drengsins hefðu ekki brugðist við orðunum á nokkurn hátt og tekið þeim sem sjálfsögðum hlut.

Foreldrarnir töldu hann fórnarlamb

Joanne sagði að foreldrarnir hafi talið son sinn „góða dreng“ sem hefði lent í einelti og kenndu þau öðrum um vafasama hegðun hans. Sagði Joanne að eftir þetta samtal hefði hún hefði haft svo miklar áhyggjur að hún sendi öllum starfsmönnum tölvupóst þar sem hún krafðist reglulegrar líkamsleitar á drengnum vegna „áberandi áhættu” eins og hún orðaði það.

„Axel var afar sérstakur nemandi – sá óvenjulegasti sem ég hef kynnst,“ sagði Joanne. „Það var eitthvað óhugnanlegt undir niðri. Hann var ófyrirsjáanlegur, með engin mörk og enga virðingu fyrir öðrum. Hann trúði því að aðeins hans skoðanir væru réttar.“

Í umfjöllun Mail Online, sem fjallar um rannsóknina, er vísað í orð Joanne sem sagði að skömmu eftir að hann hóf nám við skólann, haustið 2019, hafi hegðun hans valdið sífellt meiri áhyggjum hjá starfsfólki og skólastjórnendum. Hann hafi verið staðinn að því að leita eftir upplýsingum um skotárásir í skólum og hann hafi hótað öðrum nemendum og kennurum.

„Ég hafði á tilfinningunni að eitthvað væri í uppsiglingu,“ sagði hún og bætti við: „Það var eins og spennan væri að magnast dag frá degi.“

MI5 taldi ekki ástæðu til að bregðast við

Í desember 2019 réðist Axel á nemanda í öðrum skóla í Formby með kylfu og fannst þá hnífur í töskunni hans. Hann fékk ekki að snúa aftur í The Acorns School eftir þetta, en skólayfirvöld þar höfðu á þessum tímapunkti vísað máli hans til Prevent, sem er einskonar forvarnarátak breskra yfirvalda sem hefur það að markmiði að grípa inn í áður en einstaklingar, einkum ungir, dragist inn í ofbeldis- eða öfgahugmyndafræði. MI5 taldi hins vegar ekki ástæðu til að bregðast við þar sem engin öfgakennd hugmyndafræði var greinanleg.

Axel var í janúar síðastliðnum dæmdur í 52 ára fangelsi fyrir voðaverkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst