fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Pressan
Föstudaginn 17. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa tilkynnt að ekki verði leitað frekar að hinum fjögurra ára gamla Gus Lamont.

Ekkert hefur spurst til hans í þrjár vikur, eða frá því hann hvarf af afskekktri jörð afa síns og ömmu um 40 kílómetrum suður af bænum Yunta í suðurhluta Ástralíu þann 27. september síðastliðinn.

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðustu vikur með hundruðum sjálfboðaliða, leitarhundum, drónum, fjórhjólum, köfurum og hitamyndavélum. Einu ummerkin sem fundust í leitinni var eitt fótspor um 500 metrum frá heimili fjölskyldunnar. Talið er að Gus hafi ráfað í burt frá heimilinu og ekki ratað til baka.

Sjá einnig: Örvæntingarfull leit að fjögurra ára dreng – Eina vísbendingin er eitt fótspor

Ýmsum tilgátum var varpað fram um hvarfið, eins og að hann hafi dottið ofan í yfirgefna námu á svæðinu. Nokkrar slíkar eru sagðar vera á svæðinu og það getur verið erfitt að koma auga á þær. Lögregla segist ekki telja að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Gus var úti að leika sér við heimili afa síns og ömmu síðdegis þennan örlagaríka dag. Þegar amma hans ætlaði að kalla á hann og biðja hann að koma inn var hann á bak og burt.

Lögregla telur sig hafa gert allt sem hægt er í leitinni, en í fréttum ástralskra fjölmiðla kemur fram að leitað hafi verið á 470 ferkílómetra svæði.

Lögregla segir að þó leitinni hafi verið hætt haldi rannsókn málsins áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál