fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Pressan

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Pressan
Miðvikudaginn 22. janúar 2025 04:30

Chantelle og Monique. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Monique Fuller, 8 ára, varð náföl í framan og kvartaði undan sjóntruflunum, var hún flutt á sjúkrahús í skyndi. Ýmsar rannsóknir voru gerðar á henni og kom þá í ljós að hún var með hræðilegan sjúkdóm, auk þess að vera með COVID-19.

Hún greindist með bráða eitilfrumuhvítblæði. „Mér leið hryllilega. Ég brotnaði algjörlega saman. Ég gat ekki sætt mig við þetta og ég á enn erfitt með að taka þessu . . . ég vildi að ég gæti losað hana við þetta. Hún er barnið mitt,“ hefur Mirror eftir Chantelle Quinn, móður Monique.

Þessi tegund krabbameins hefur áhrif á blóðið og beinmerginn. Það einkennir það að líkaminn framleiðir of mikið af óþroskuðum hvítum blóðkornum. Þau geta borist úr beinmergnum í blóðrásina og safnast upp í ýmsum líffærum, þar á meðal eitlum, milta, lifur og taugakerfinu.

Monique hefur verið í lyfjameðferð við krabbameininu á Westmead barnasjúkrahúsinu í Sydney síðan hún greindist með það. Fram undan er enn erfiðari lyfjameðferð.

Móðir hennar segir skelfilegt að horfa upp á hana, hún sé svo ólík því sem áður var. Hún hafi alltaf verið hamingjusöm og lífleg en nú brotni hún saman daglega þegar hún reyni að skilja hvað er að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa