fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Pressan

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 21:00

Selena Gomez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin heimsfræga, bandaríska söng- og leikkona Selena Gomez sætir harðri gagnrýni fyrir milligöngu starfsliðs Donald Trump Bandaríkjaforseta frá mæðrum sem orðið hafa fyrir því að dætur þeirra þeirra hafi verið myrtar af ólöglegum innflytjendum. Tilefnið er að Gomez sem er af mexíkóskum ættum birti myndband af sjálfri sér þar sem hún grét vegna þess að stjórnvöld hafa síðan Trump tók við forsetaembættinu gengið hart fram við að handsama ólöglega innflytjendur og reka þá úr landi. Gomez lýsti vonleysi og sorg í myndbandinu en starfslið Trump brást við með því að gera myndbönd þar sem mæðurnar úthúða stjörnunni og saka hana um að vanvirða minningu hinna myrtu og að gráta ekki yfir dauða þeirra.

NBC fjallar um málið en þar kemur fram að Karoline Leavitt blaðafulltrúi Hvíta hússins hafi birt myndbandið á samfélagsmiðlum en í því má sjá búta úr myndbandi Gomez sem var eytt af samfélagsmiðlum hennar eftir þau harkalegu viðbrögð sem það fékk.

Í myndbandi Hvíta hússins má sjá Tammy Nobles en dóttur hennar Kathy Hamilton var nauðgað og hún í kjölfarið myrt af ólöglegum innflytjanda frá El Salvador.

Blekking

Nobles spyr í myndbandinu af hverju Gomez tali ekki um fórnarlömb ólöglegra innflytjenda og sagði hana ekki vita fyrir hverja hún væri að gráta.

Önnur móðir, Patty Morin, segir í myndbandi Hvíta hússins að Gomez hafi reynt að blekkja fólk og afla samúðar til að koma á lögleysu í Bandaríkjunum. Dóttir Morin, Rachel Morin, var fimm barna móðir en hún var myrt af ólöglegum innflytjanda frá El Salvador en hann hafði flúið til Bandaríkjanna frá heimalandinu þar sem hann var grunaður um morð á ungri konu.

Þriðja móðirin í myndbandinu Alexis Nungaray varð fyrir því að tveir karlmenn sem eru ólöglegir innflytjendur myrtu 12 ára dóttur hennar, Jocelyn.

Nungaray segir erfitt að trúa því sem Gomez hefði sagt í sínu myndbandi þar sem hún væri leikkona. Í myndbandinu lýsir hún yfir mikilli ánægju með stefnu Trump í innflytjendamálum. Nobles og Morin gagnrýna að mjög hefði skort á samúð í þeirra garð sem og áhyggjur af því sem henti dætur þeirra. Allt of fáir hafi grátið vegna dauðdaga þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Pressan
Í gær

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.

Þyrnirósarheilkennið – Sjaldgæft fyrirbæri sem lætur fólk sofa 16 til 20 klst.
Pressan
Í gær

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu

Hið náttúrulega Wegovy – Svona líkir þú eftir lyfinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru