fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Óvænt uppgötvun í vínkjallara

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 13:30

Sérfræðingar við uppgröft í kjallaranum. Mynd:H. Parow-Souchon/OeAW-OeAI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurrískur maður hófst nýlega handa við að gera vínkjallarann sinn upp. En fljótlega eftir að hann hófst handa rakst hann á svolítið sem hann átti enga von á að finna í vínkjallaranum.

Þegar grafið var niður úr gólfinu kom þykkt lag af beinum úr mammútum í ljós. Fornleifafræðingar frá Austrian Archaelogical Institute of the Austrian Acadeymy of Sciences (OEAW) hafa síðan um miðjan maí verið við uppgröft í vínkjallaranum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OEAW.

Hannah Parow-Souchon, sem stýrir uppgreftrinum, sagði í samtali við CNN að nú þegar hafi að minnsta kosti 300 bein fundist.

Steingripir og trékol, sem fundust hjá beinunum, benda til að þau séu 30.000 til 40.000 ára gömul.

Það er sjaldgæft að finna svo mikið af mammútabeinum á sama staðnum sagði Parow-Souchon og bætti við að þetta sé í fyrsta sinn eitthvað þessu líkt hefur fundist í Austurríki.

Bein úr minnsta kosti þremur mammútum hafa fundist og þau, ásamt steingripunum, geta hugsanlega veitt vísbendingu um hvernig steinaldarfólk veiddi sér til matar.

„Við vitum að fólk veiddi mammúta en við vitum mjög lítið um hvernig það gerði það,“ er haft eftir Parow-Souchon í fréttatilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“