fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Pressan

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Pressan
Föstudaginn 14. júní 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að illa færi hjá fjölskyldu einni í New Jersey í Bandaríkjunum þegar býsna stórir klakar lentu á þaki hússins – örfáum metrum frá fjölskyldunni þar sem hún sat úti í garði.

Talið er öruggt að klakarnir hafi losnað af flugvél sem flogið var yfir svæðið og er málið í rannsókn hjá bandarískum flugyfirvöldum.

Atvikið átti sér stað á miðvikudagskvöld og segir Sabrina Gomez að þau hafi heyrt hvin í loftinu rétt áður en klakarnir lentu á þakinu. Einn var svo stór að hann gerði gat á þak hússins.

Atburðarásin náðist á eftirlitsmyndavél og eins og sjá má hér að neðan var fjölskyldunni eðlilega brugðið. Heimili fjölskyldunnar er á svæði þar sem mikið er um flugumferð og segir Sabrina að farþegaþota hafi einmitt verið í loftinu fyrir ofan húsið þegar klakarnir féllu á þakið.

Sabrina segir að fjölskyldan sé þakklát fyrir að ekki fór verr, enda sátu þau úti á verönd hússins þegar atvikið varð – örfáum metrum frá staðnum þar sem stærsti klakinn lenti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin