fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Hótar að „sökkva“ Bretlandi með ofurhljóðfráum eldflaugum     

Pressan
Föstudaginn 13. september 2024 16:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður núverandi forseta, hefur hótað því að „sökkva“ Bretlandi með aðstoð ofurhljóðfrárra eldflauga.

Medvedev er í dag næstráðandi í þjóðaröryggisráði Rússlands en hann er óhress með yfirlýsingar David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, um stuðning Breta við Úkraínu.

Medvedev birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann vísaði í orð Lammy um langtímastuðning Bretlands við Úkraínu.

Í færslunni sagði Medvedev:

„Utanríkisráðherra Bretlands David Lammy hefur heitið Úkraínu stuðningi næstu hundrað árin. 1) Hann er að ljúga. 2) Hin svokallaða Úkraína mun ekki endast í fjórðung þessa tíma. 3) Eyjan sem kallast Bretland mun sökkva á næstu árum. Okkar ofurljóðfráu eldflaugar munu hjálpa ef þess gerist nauðsyn.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áróður af þessu tagi frá Rússum beinist að Bretlandi. Árið 2022, nokkrum mánuðum eftir innrásina í Úkraínu, hótaði Dmitry Kiselyov, bandamaður Pútíns, því að Rússar myndu senda kjarnorkusprengju á Bretland. Henni yrði skotið neðansjávar með þeim afleiðingum að geislavirk flóðbylgja myndi flæða yfir landið.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur hótað því að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út ef Bretland eða aðrar bandaþjóðir Úkraínu heimila notkun þeirra á langdraugum eldflaugum frá aðildarríkjum NATO á rússneskri grund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því

Leigubílstjórinn lánaði farþega símann sinn í smástund – Hann átti eftir að sjá eftir því
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar