fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Góður liðsstyrkur til Valsara

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 3. nóvember 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnilegi miðjumaðurinn Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir er gengin í raðir Vals frá Þór/KA.

Þrátt fyrir ungan aldur hefr Kimberley Dóra verið lykilmaður í liði Akureyringa og tekur hún nú skrefið til Vals.

Valur olli miklum vonbrigðum og hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar, en ætlar sér væntanlega betri árangur á næstu leiktíð.

Tilkynning Vals
Valur hefur gengið frá samningi við Kimberley Dóru Hjálmarsdóttur sem kemur til félagsins frá Þór/KA. Samningurinn er til tveggja ára.

Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug hefur Kimberley þegar fest sig í sessi sem einn kraftmesti miðjumaður Bestu deildarinnar.

Kimberley Dóra hefur leikið 18 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands – U19, U18, U17 og U16 – og bætti við sig sínum 19. landsleik fyrir U23 landsliðið núna í júní þegar hún lék gegn Skotlandi.

Gareth Owen, tæknilegur ráðgjafi Vals: „Kimberley er einstaklega hæfileikaríkur leikmaður sem hefur þegar sýnt þroska langt umfram aldur. Hún býr yfir frábærum leikskilningi, varnargreind og getu til að stjórna miðjunni – eiginleikum sem passa fullkomlega við okkar leikstíl og stefnu. Við höfum fylgst náið með framþróun hennar og hún hefur stöðugt heillað okkur með yfirvegun, stöðugleika og forystu á vellinum.

Við trúum því að Kimberley hafi mikið fram að færa og muni blómstra í okkar umhverfi – við hlökkum til að sjá hana spila í rauða búningnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag