Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd færði hún moppuna undir ljósið sem notað er til að halda hita á frönsku kartöflunum. Atvikið átti sér stað á útibúi McDonald‘s skammt frá Brisbane í Ástralíu og birtist myndin fyrst á Facebook þar sem hún vakti mikla athygli.
Ýmsir gagnrýndu starfsmanninn fyrir að gæta ekki beinlínis að hreinlæti á meðan aðrir hrósuðu henni fyrir útsjónarsemina.
Daily Star hefur eftir talsmanni keðjunnar að búið sé að ræða við starfsfólk í þessu tiltekna útibúi um að þetta sé ekki leyft. Þá verði starfsmenn sendir á námskeið þar sem farið verður yfir þá hreinlætisstaðla sem þeim ber að fylgja.