Getur virkilega verið að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sé dáinn og búið sé að jarðsetja hann og að til að villa um fyrir almenningi hafi kanadíski grínistinn og leikarinn Jim Carrey tekið að sér að leika hann?
Svarið er auðvitað nei en samt sem áður er þetta samsæriskenning sem er á miklu flugi á samfélagsmiðlum þessa dagana.
Líklega má tengja þessa samsæriskenningu við það að Jim Carrey hefur komið fram í gervi Biden í grínþáttunum Saturday Night Live.
Í myndbandinu hér fyrir neðan má meðal annars sjá Jason Selvig ræða við einarða stuðningskonu Donald Trump um þetta og er ekki annað að heyra en hún sé sannfærð um að Biden sé dáinn og að Jim Carrey og fleiri komi fram í gervi hans.
Þetta myndband var birt í apríl 2022, rúmu ári eftir að Biden tók við forsetaembættinu. Margir á hægri væng bandarískra stjórnmála voru þá enn mjög ósáttir og reiðir yfir tapi Donald Trump í forsetakosningunum og því hölluðu sífellt fleiri sér að þessari samsæriskenningu, ekki síst þeir sem trúa á samsæriskenningar QAnon.
Einn af grunnstoðum samsæriskenninga QAnon er að Bill og Hillary Clinton, Frans páfi, Dalai Lama, Oprah Winfrey, Tom Hanks og fleiri þekktir einstaklingar reki saman djöfaldýrkandi barnaníðshring og séu höfuðstöðvar hans í kjallara pitsastaðar í Washington D.C. Er Donald Trump hinn mikli frelsari að þeirra mati og sé hlutverk hans að bjarga heiminum.