fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Pressan

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Pressan
Laugardaginn 27. apríl 2024 16:30

Líkamsrækt getur hugsanlega snúið öldrunarferlinu við.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn vinna að rannsóknum á öldrunarferlinu og vilja svara spurningunni um af hverju við eldumst. Rannsóknir benda til að breytingar verði á litningum okkar, álagið á frumur líkamans eykst og umhverfisáhrif segja til sín.  Það er erfitt að snúa þessari þróun við með þekktum lækningaaðferðum.

Í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature Aging, kemur fram að vísindamenn hafi hugsanlega fundið sérstaka fitusameind, eða lípíð, sem gegnir stóru hlutverki í öldrunarferlinu. Lípíðið reyndist vera í meira magni í vöðvum eldra fólks en yngra.

En magnið minnkaði þegar fólkið stundaði líkamsrækt um skamma hríð.

Vísindamennirnir rannsökuðu einnig hvað áhrif hreyfing hafði á uppsöfnun efnisins í músum.

Í öldrunarrannsóknum vantar nákvæmar rannsóknir um fitusameindir „og því var frábært að sjá þessa rannsókn gera svo nákvæma greiningu á breytingum í mörgum mismunandi vefjum í músum og fólki,“ sagði Dr. Alexandra Stolzing, prófessor við Loughborough University, í samtali við Live Science.

Almennt séð vita vísindamenn hvernig einföld fita, til dæmis kólesteról, kemur við sögu í öldrunarferlinu og sjúkdómum á borð við kransæðasjúkdómum. En Dr. Georger Janssen, prófessor við Amsterdam UMC og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði að lítið sé vitað um hversu mikið „flóknir“ lípíðar koma við sögu í þessu ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti

Reiðikast í umferðinni endaði með pastakasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“

Gera grín að brúnni sem liggur „ekkert“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum

Vann tvo 140 milljóna lottóvinninga á 10 vikum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 5 dögum

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars