fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Pressan

Rúllaði Braga í bankann og vildi taka út pening – Óhugnanlegt atvik endaði með handtöku

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórundarlegt atvik átti sér stað í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu á þriðjudag þegar Erika de Souza og frændi hennar Roberto Braga mættu til gjaldkera í banka og hugðust taka út 17.000 reais sem er rúmlega 452 þúsund krónur.

Braga var í hjólastól og vöktu frændsystkinin athygli starfsmanna sem urðu fljótt áhyggjufullir þar sem de Souza virtist ítrekað reyna að Braga til að skrifa undir pappíra. Starfsmennirnir töldu Braga veikan og hringdu á lögregluna. Þegar lögregla og bráðaliðar mættu á staðinn kom hins vegar í ljós að Braga var látinn, og hafði verið það um einhvern tíma.

de Souza var handtekin á staðnum og sagði yfirmaður borgaralögreglunnar í samtali við brasilíska fréttamiðilinn G1 í gær, miðvikudag, að þó að hann gæti ekki nákvæmlega gefið upp augnablikið þegar Braga dó, bentu blettir á hnakka hans til um að hann hefði verið látinn í um tvær klukkustundir. Alveg ljóst er þó að Braga lést ekki eftir að hann var settur í hjólastólinn.

Eftir atvikið hefur lögreglan lagt hald á myndefni úr öryggismyndavélum sem sýnir de Souza ýta líkinu um í hjólastólnum í verslunarmiðstöðinni sem bankinn er í, áður en þau koma inn í bankann. Leitar nú lögreglan að bílstjóranum sem keyrði frændsystkinin á staðinn.

De Souza, sem á yfir höfði sér ákæru vegna tilraunar til fjársvika og ósæmilegrar meðferðar á líki, var yfirheyrð á miðvikudag. Segir hún frænda sinn hafa látist eftir að þau komu inn í bankann, en lögreglan segir það af og frá.

Viðskiptavinir og starfsmenn bankans héldu í fyrstu að Braga væri veikur, áður en þeir hringdu á lögreglu og sjúkrabíl. Í myndbandi sem tekið var upp af atvikinu má heyra de Souza segja: „Frændi, ertu að hlusta? Þú verður að skrifa undir. Ég get ekki skrifað undir fyrir þig.“ Bankastarfsmaðurinn segir þá við hana: „Ég held að þetta sé ekki löglegt. Hann lítur ekki vel út. Hann er mjög fölur.“

„Hann er svona,“ svarar de Souza og snýr sér að frænda sínum: „Ef þér líður ekki vel get ég farið með þig á sjúkrahús. Viltu fara aftur á sjúkrahúsið? Skrifaðu undir svo ég þurfi ekki að hafa meiri áhyggjur af þessu.“

Lögreglan skoðar nú jafnframt hvort de Souza og Braga hafi í alvörunni verið skyld. „Hún kallar sig frænku hans og umsjónarmann hans. Við viljum bara ganga úr skugga um að það sé rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“

Nokkurra vikna stúlka á gjörgæslu með kíghósta – „Þetta hefur verið algjör martröð“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið

Umdeilt viðtal við hina raunverulegu Mörthu kallað það siðlausasta fyrr og síðar – Meintur eltihrellir fær að segja sína hlið