Í júní 2023 var Chad Doerman handtekinn og sakaður um að hafa skotið syni sína þrjá til bana í aftökustil á heimili þeirra í Monroe Township, að sögn lögreglustjórans í Clermont-sýslu. Doerman hefur síðan verið ákærður í 21 máli, níu þeirra fyrir gróf morð. Hann hefur alfarið neitað sök.
Yfirvöld sögðu að Doerman hafi játað morðin við yfirheyrslur. Í janúar, lögðu lögfræðingar hans fram kröfu um að játningin væri ekki tæk sem sönnunargagn í málinu og fullyrtu þeir að lögreglan hefði ekki ráðlagt Doerman almennilega um réttindi hans (svokölluð Miranda rights í Bandaríkjunum) og haldið yfirheyrslunni áfram eftir að hann hafði beðið um lögfræðing.
Á föstudag úrskurðaði Richard Ferenc dómari í málinu að saksóknarar muni ekki geta notað skýrslur sem lögreglan aflaði við yfirheyrslu yfir Doerman og sagði dómarinn að lögreglan hefði brotið á réttindum hans með því að upplýsa hann ekki á réttan hátt um Miranda réttindi hans og með því að halda áfram að yfirheyra hann eftir að hann bað um lögmann.
„Réttindi stefnda voru brotin þegar gæsluvarðhaldsrannsóknin hélt áfram eftir að stefndi hafði ótvírætt beitt fyrir rétti sínum til verjanda þegar hann sagði við yfirheyrslu: „Ég bíð eftir lögfræðingi, ég veit ekki, gefðu mér nokkra daga, ég tala við lögfræðing og get fengið góð svör,“ skrifaði dómarinn í úrskurði sínum.
Í júní í fyrra hringdi kona í geðshræringu í neyðarlínuna og öskraði að „börnin hennar hefðu verið skotin.“ Börnin þrjú, sem síðar var borin kennsl á sem Clayton, sjö ára, Hunter, fjögurra ára og Chase, þriggja ára, voru voru sagðir hafa verið stillt upp af föður sínum og skotnir, að sögn lögreglu. Einn drengjanna reyndi að flýja, en lögreglan hélt því fram að Doerman hafi „veitt hann og skotið.“
Í búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á vettvang má sjá Doerman sitja í makindum sínum á útidyratröppunum með riffil sér við hlið. Lögreglumennirnir þvinga hann til jarðar og handjárna hann. Þegar Doerman var spurður hvað væri í gangi svaraði hann rólega: „Ekkert.“
Móðir drengjanna særðist þegar hún reyndi að vernda syni sína fyrir skotum, að sögn yfirvalda. Málið gegn Doerman verður næst tekið fyrir fyrir dómstóli í júlí.