fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Yfirmaður merkti athugasemdir sínar með XX í vinnupósti og var sakaður um kynferðislega áreitni

Pressan
Fimmtudaginn 18. maí 2023 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmaður í tæknideild fyrirtækisins essDOCS í London  kærði yfirmann sinn fyrir kynferðislega áreitni. Taldi hún áreitnina felast í notkun yfirmannsins á tilteknum stöfum og spurningarmerkjum.

Starfsmaðurinn,  Karina Gasparova, taldi yfirmann sinn, Alexander Goulandris hafa reynt við hana þegar hann sendi henni vinnupóst þar sem hann bað hana að skýra mál sitt út nánar. Fremur en að orða það beint hafði Alexander gert merkingar í póstinn þar sem hann skrifaði ýmist „XX“, „YY“ eða „????“. Taldi Karina ljóst að með þessum stofum og merkjum væri Alexander að biðja hana um að stunda með sér kynlíf.

Hélt hún því líka fram að Alexander hefði verið óviðeigandi þegar hann endurskírði vinnuskjal með stöfunum „AJG„ en Karina taldi ljóst að þessi skammstöfun ætti að standa fyrir „A Jumbo Genital“ eða risagöndull. Rétt er að geta þess að skammstöfum á nafni Alexanders eru einmitt AJG.

Málið var tekið fyrir í úrskurðarnefnd í vinnuréttarmálum í London, en þar töldu menn að Karina hefði fremur brenglaða sýn á málum og var kröfum hennar hafnað.

Karina hafði kært fyrirtækið fyrir kynferðislega áreitni, mismunun og ólögmæta uppsögn. Fyrir úrskurðarnefndinni lýsti Karina því að Alexander hefði reynt við hana með því að brydda upp á spjalli við hana „þegar þau ræddu viðskipti í vinnusímtölum“ og sagði Karina að hann hefði einnig starað á sig. Benti hún svo á áðurnefndan tölvupóst og sagði ljóst af lestri hans að þar væri Alexander að gefa eitthvað kynferðislegt í skyn.

Taldi Karina að notkun á XX gæfi til kynna kossa, YY gæfi til kynna kynferðislega athafnir og spurningarmerkin hefðu verið leið til að spyrja hvenær hún væri tilbúinn til að stunda kynlíf.

Úrskurðarnefndin benti þó á að tölvupósturinn hefði í raun falið í sér beiðni um upplýsingar þar sem Alexander hefði notað þessa starfi og merki til að tákna hluta texta sem hann vildi að Karina skýrði betur út. Ekki væri hægt að lesa neitt kynferðislegt úr þessum samskiptum.

Karina hélt því einnig fram að Alexander hefði áreitt sig með því að segja henni að eiga gott kvöld með tælandi röddu. Hann hefði svo viljandi snert á henni hendina þegar hann teygði sig eftir tölvumús.

Úrskurðarnefndin var þó ósammála.

Karina benti á að Alexander væri ríkur og valdamikill og að karlmaður í hans stöðu væri of snjall til að reyna við einhvern með augljósum hætti. Hún hefði fyrst lagt fram kvörtun í apríl 2021 en þegar hún var ekki tekin alvarlega hafi hún sagt starfi sínu lausu.

Úrskurðarnefndin taldi ekkert hæft í neinum af þeim ásökunum sem Karina bar á borð heldur virtist hún þvert á móti hafa tilhneigingu til að koma með galnar ásakanir án nokkurra sannana. Var kröfum hennar því vísað frá og þarf hún að greiða fyrrum vinnuveitanda sínum málskostnað.

BBC greinir frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum