fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Eltihrellir dæmdur fyrir morð

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 21:00

Rosalio Gutierrez Jr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. maí 2020 var tilkynnt um hvarf Rosalio Gutierrez Jr og hefur hann ekki fundist. En þrátt fyrir það var Zachariah Anderson fundinn sekur um morðið á honum þegar kviðdómur kvað upp dóm í málinu í síðustu viku.

Anderson, sem er frá Wisconsin í Bandaríkjunum, var fundinn sekur um að hafa ellt og hrellt Gutierrez Jr sem var unnusti fyrrum unnustu Anderson.

Kviðdómur í Kenosha County sakfelldi Anderson fyrir morð af yfirlögðu ráði, fyrir að fela lík og fyrir ofsóknir gegn Sadie Beacham, fyrrum unnustu hans, og Gutierrez Jr.

Verjendur Anderson héldu því fram að málatilbúnaður ákæruvaldsins væri ekki reistur á neinum haldbærum gögnum því lík Gutierrez Jr. hefði ekki fundist.

Zachariah Anderson

 

 

 

 

 

 

Þessu var saksóknari ósammála og sagði að Anderson hafi verið öfundsjúkur fyrrum unnusti sem hafi ekki sætt sig við að Beacham sleit sambandinu við hann. Hann lagði fram sannanir, meðal annars DNA, um að Anderson hefði elt Gutierrez Jr. og farið heim til hans áður en hann hvarf. Hann laug síðan að lögreglunni í yfirheyrslu. Hann kom staðsetningarbúnaði fyrir í bíl Gutierrez Jr sem og upptökutæki.

Dómari kveður upp refsingu Anderson 16. maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi