fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Of lítill svefn dregur úr ónæmisviðbrögðum við bóluefnum

Pressan
Sunnudaginn 26. mars 2023 20:00

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk sefur styttra en sex klukkustundir á sólarhring þá dregur það úr ónæmisviðbrögðum líkamans við bóluefnum. Þetta á sérstaklega við um unga karlmenn. Þessi samdráttur ónæmisviðbragða er sambærilegur við dvínandi áhrif COVID-19 mótefna tveimur mánuðum eftir bólusetningu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vitað sé að viðbrögð ónæmiskerfisins við bólusetningu séu breytileg og háð þáttum á borð við aldur, kyn og almennt heilsufar. Fyrri rannsóknir hafi bent til að nætursvefn skipti einnig máli en niðurstöður rannsóknar á því hafi verið mismunandi.

Vísindamenn sameinuðu og endurgreindu sjö rannsóknir sem tengdust bólusetningu gegn inflúensu og lifrarbólgu A og B en veirur valda þessum sjúkdómum.

Vísindamennirnir báru ónæmisviðbrögð líkamans, hjá þeim sem sváfu sjö til níu klukkustundir á nóttu, saman við viðbrögðin hjá þeim sem sváfu undir sex klukkustundum á nóttu.

Í rannsókninni, sem hefur verið birt í Current Biology, kemur fram að sterkar sannanir hafi fundist fyrir að það að sofa undir sex klukkustundum dragi úr ónæmisviðbrögðum við bólusetningum hjá körlum. Áhrifin voru breytilegri hjá konum, líklega vegna sveiflna í hormónum.

Vitað er að kynhormónar hafa áhrif á ónæmiskerfið. Hjá konum hefur tíðahringurinn áhrif á ónæmi og notkun getnaðarvarna á einnig hlut að máli sem og hvort konurnar eru búnar að ganga í gegnum tíðahvörf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta