fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Fjarlægja þurfti alla fjóra útlimi stúlku vegna mistaka – Fær 7 milljarða í bætur frá sjúkrahúsinu

Pressan
Laugardaginn 21. janúar 2023 16:29

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlku frá Surrey í Englandi hafa verið dæmdar gífurlega háar bætur eftir að fjarlægja þurfti alla fjóra útlimi hennar eftir að hún var útskrifuð af sjúkrahúsi án þess að fá viðhlýtandi meðferð .

Þegar stúlkan kom á sjúkrahús var hún með skýr merki um blóðeitrun og heilahimnubólgu, en hún var með öran hjartslátt, háan hita, verki í fótum, sljó og með uppköst.

Þrátt fyrir þessi viðvörunarmerki skrifaði læknir upp á verkjatöflu fyrir hana og útskrifaði hana af sjúkrahúsinu. Aðeins fáeinum klukkustundum síðar komu foreldrar hennar með hana á bráðamóttöku og þar var réttilega greind.

Var hún þá færð á gjörgæslu barna þar sem hún fékk fjöllíffærabilun og þurfti að gangast undir fjölda aðgerða til að hafa hemil á sýkingunni. Sýkingin hélt þó áfram að dreifa sér og fór svo að fjarlægja þurfti báða fótleggi hennar ofan við kné og báða handleggi ofan við olnboga.

Fjölskylda hennar stefndi í kjölfarið forsvarsmönnum sjúkrahússins og héldu því fram að hefði dóttir þeirra fengið rétta meðhöndlun um leið og hún kom á sjúkrahúsið í fyrra skiptið hefði verið hægt að bjarga útlimum hennar.

Forsvarsmenn sjúkrahússins viðurkenndu sök í málinu og hefur dómari nú fallist á dómsátt í málinu sem hljóðar upp á 7 milljarða sem verða að hluta greiddir út í einni stórri greiðslu og annars vegar í minni greiðslum út ævi stúlkunnar.

Framkvæmdastjóri Frimley Health NHS Foundation Trust, sagði í bréfi til foreldranna að spítalinn gangist við því að umönnun stúlkunnar hafi ekki verið forsvaranleg og að ekki hafi átt að útskrifa hana eftir að hún kom á sjúkrahúsið.

Lögmaður fjölskyldunnar sagði að öll viðvörunarmerki um blóðeitrun og heilahimnubólgu hafi verið til staðar og það hefðu læknar strax átt að sjá. Það séu ákveðnir verkferlar um slík mál sem eiga að vernda sjúklinga og lækna en til þess að verkferlarnir nái marki sínu þurfi að fara eftir þeim.

Independent greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana