fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Særðust í skotárás í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. september 2022 08:00

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl og kona voru flutt á sjúkrahús í gærkvöldi eftir að skotið var á hús í Enköping, sem er 65 km norðvestan við Stokkhólm. Fjölda skota var skotið á húsið að sögn lögreglunnar.

Expressen skýrir frá þessu.

Konan er á þrítugsaldri og maðurinn um 45 ára. Þau voru bæði inni í húsinu þegar skotið var á það.

Talsmaður lögreglunnar sagði að þau hefðu verið flutt á sjúkrahús með sjúkrabifreiðum. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðsl þeirra eru.

Lögreglan segir að skotið hafi verið í gegnum glugga og dyr.

Tilkynnt var um skotárásina klukkan 19.48.

Fleiri en hin særðu voru í húsinu þegar árásin var gerð.

Nágranni sagði í samtali við Expressen að fjölskyldan, sem býr í húsinu, sé róleg og hann heilsi þeim alltaf úti á götu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 1 viku

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns