fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Fullir ferðamenn valda skemmdum í Róm

Rafn Ágúst Ragnarsson
Þriðjudaginn 14. júní 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld sögðu að þetta hafi verið erfitt ár fyrir spænsku tröppurnar í Róm. Tveir bandarískir ferðamenn ollu skemmdum að 3,5 milljónum íslenskra króna með því að ýta og draga rafskútur niður þær, samkvæmt Business Insider.

Parið grunaða, 29 ára karl og 28 ára kona, sáust á marmaratröppunum árla dags 3. júní. Myndband sýnir konuna ýta skútunni niður 300 ára gömlu tröppurnar sem voru gerðar upp árið 2016.

Voru bæði sótölvuð

Þau hlutu bæði sekt upp á tæpar 60 þúsund krónur og yfirvöld segja að konan standi einnig frammi fyrir ákæru fyrir skemmdarverk á mannvirki sem felur í sér hámarksrefsingu um ár í fangelsi eða sekt upp á um 260 þúsund krónur. Yfirvöld sögðu að ferðamennirnir hefðu verið „sótölvaðir“ og búið er að banna þau bæði frá tröppunum í hálft ár.

Menningararfleiðarstofnun Rómar sagði að rafskúturnar skröpuðu tröppurnar og skildu eftir sig rákir. Einnig brotnuðu af tíu sentimetrar af marmara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“

Upprættu satanískan barnaníðshring – „Þetta efni var sérstaklega skelfilegt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu

29 ára ballerína slær frægum milljarðamæringum við – Hætti að dansa og tók mikla áhættu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár

Hjartnæm ástæða þess að Karl konungur vill „sérstök“ jól í ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“