fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Þjóðverjar ætla að leyfa sölu og neyslu á hassi – Áhrifanna mun gæta víða

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 17:00

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við munum leyfa sölu á kannabis til fullorðinna,“ segir meðal annars í stefnuskrá nýrrar ríkisstjórnar Þýskalands en hana mynda Jafnaðarmenn, Frjálslyndir og Græningjar. Lögleiðing á sölu og neyslu kannabis í þessu næstfjölmennasta ríki Evrópu mun væntanlega hafa áhrif um alla álfuna og þá sérstaklega innan ESB .

Enn liggur ekki fyrir hvað felst nákvæmlega í lögleiðingu en Financial Times segir að bara það að afstöðunni til kannabis verði nú gjörbreytt muni breyta miklu.

Ef af þessu verður, verður Þýskalands fjölmennasta ríki heims til að lögleiða sölu og neyslu kannabis. En þessi leið hefur verið farin í öðrum ríkjum. Í Kanada hófst þetta ferli 2018 og í 18 ríkjum Bandaríkjanna og Úrúgvæ hefur sala á kannabis og neysla þess verið heimiluð.

Í Colorado var byrjað að leyfa neyslu og sölu kannabis 2012 og önnur ríki fylgdu síðan i kjölfarið, þar á meðal Kalifornía. Hin frjálslynda hugveita Cato segir að enn sé of snemmt að slá nokkru föstu um áhrif lögleiðingar í hinum ýmsu ríkjum á neyslu og afbrot en segir að núverandi tölur sýni ekki miklar breytingar.

Á móti hefur þetta haft miklar efnahagslegar afleiðingar. Bara í Colorado er talið að lögleiðingin skili ríkinu um 20 milljónum dollara á mánuði. Þetta eru líklega peningar sem hefðu annars endað í vösum glæpagengja sem stýrðu markaðnum áður.

Þýska ríkisstjórnin telur að lögleiðing kannabis muni skila ríkissjóði um 4,7 milljörðum evra á ári í formi beinna tekna og minni kostnaðar við baráttu gegn glæpamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði